Færsluflokkur: Kveðjur

Kveðja frá Kristni Breiðfjörð og Elísabetu

Reykjaskóli í vetrarklæðum

Sæl ágætu "gömlu"nemendur.

Bestu þakkir fyrir boðið á nemendamót nemenda 1980-1982. Gaman að skoða gömlu myndirnar og enn skemmtilegra að sjá myndir af ykkur í dag (allt of fáar á síðunni). Nú eru þið aðeins eldri en ég var þegar ég var að kenna ykkur eðli.-efna-og líffræði, já, og líklega stærðfræði.  Reyndar var ég þá fluttur í Barnaskóla Staðarhrepps og titlaður skólastjóri með 8-10 nemendur.
 

Þetta voru frábær ár að Reykjaskóla með góðu fólki; kennurum og nemendum. Líklega rifjið þið upp góðar stundir, ekki hvað síst prakkarastrikin. Þau voru yfirleitt mjög saklaus og til þess gerð að hafa gaman af enda besta fólk og efnilegt - máttastólpar í dag.

Því miður verð ég upptekin á fundi erlendis á mótstímanum og missi því af gleðinni en bið að heilsa að Reykjum.
Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr.
 

Kveðja Kristinn Breiðfjörð og Elísabet


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband