Færsluflokkur: Reykjaskólamót 2008

Var búinn að gleyma hvað var gaman í Reykjaskóla

Ég fékk þetta skemmtilega bréf frá Begga og birti það hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Ég mátti líka til með að láta eina mynd fylgja með.

Beggi á pöllunum

Sæl Herdís og takk fyrir frábæra skemmtun sl. helgi, það er vonandi að næsta
Reykjaskóla nemendamót verði eigi síðar en 2012.

Ég veit ekki hvort þú hafir heyrt af því en áður en ég kom á nemendamótið þá mundi
ég harla lítið eftir veru minni þegar ég var þar.

Svo nú þegar heim er komið og ég man núna hve gaman var í skólanum þá datt mér í hug
þessi vísa:

Í Reykjaskóla gaman var,
þar voru manneskjur margar góðar,
sumar örlítið geðveikar
en aðrar trítilóðar.

Enn og aftur, takk æðislega fyrir frábæra nemendamótsskemmtun.

Sjáumst vonandi fyrr en seinna. 

Kveðja
Bergþór Grétar Böðvarsson
S: 8232273
http://www.123.is/bgb


Reykjaskólalagið okkar "Geng hér um" fáanlegt á CD

Hápunktur helgarinnar (náttúrulega tómir hápunktar frá A-Ö en.....) var klárlega að mínu mati þegar við stóðum í salnum og sungum með Hippabandinu öll frábæru lögin okkar. Lögin sem við sungum um árið og var magnað hvað maður kunnu enn af textunum.

Þegar Raggi Kalli sendi mér diskinn sinn Myndir sem hann gaf út árið 1996 ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur, þá missti ég mig í spileríi, en á þeim diski var einmitt lagið "Geng hér um" sem þeir Geir Karls og Skúli Þórðar sömdu. Líkt og ég sagði í færslunni með lokalaginu "Geng hér um" þá byrjuðu fyrstu tónarnir og svo bara kom textinn ...

Ég spurði Ragga Kalla um helgina hvort hann ætti ekki fleiri diska en þennan sem hann lét mig hafa, því ég var viss um að fleiri en ég vildu eignast diskinn Myndir með "Geng hér um" og fleiri góðum. Hann sagði svo vera Happy ef fólk bæði hann voða fallega. Þannig að eg þið hafið áhuga á að eignast diskinn góða getið þið sett ykkur í samband við hann í ragnkarl@simnet.is eða reykjaskoli@gmail.comog hann selur ykkur disk á sanngjörnu verði og sendir um hæl í sniglapósti. Þá loksins getið þið misst ykkur í Reykjaskólaminningunum (svona ef þið hafði ekki gert það nú þegar) og spilað diskinn og sungið með um leið og þið skoðið Reykjaskólamyndirnar. 

Myndir

 

 

 


Reykjaskólavísur

Hér eru vísurnar góðu sem urðu til í ratleiknum....  Wink.

Sendið vísurnar á hes15@hi.is og eins hverjir voru í liðinu.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

Í ljósbláa liðinu voru;Palli Fanndal, Skjöldur, Bjarki, Linda Stefáns, Jónas, Svava og ?

Dökkbláa vísan

Allar stundir okkar hér

er svo ljúft að muna

manst' ekki samt eftir mér?

þó að ég sé orðin sver

þú varst alltaf pínu þver

en ég man varla eftir þér

Í dökkbláa liðinu voru; Gunna Jóns, Ruth, Sæunn, Sigrún, Jón Þór, Garðar, Ómar, Ásgeir og svo fengum við liðsinni Önnu Lindu við línudansinn Smile

Smá orðsending til gula liðsins:  Það var auðvitað ekki nóg fyrir ykkur að hafa rangt við með því að reyna að brjóta eggið okkar, ha?  Þið þurftuð líka að klaga í kennarann?  Annars áttum við ekki brotnu eggjaskurnina sem Jói fann, held að hænurnar hafi bara farið á flakk niður í fjöru Whistling

Gula vísan

Hér stöndum við og getum ekki annað.

Hér er gott að vera,

við gerðum allt sem okkur var bannað

nema að horfa á beljurnar bera.

Í gula liðinu voru; Beggi, Sallý, Sigga, Haddú, Kalli, Adda, Valli og Tóti.

Hvíta vísan
Vísa 1 (fyrir drykk(i)):
Góða vísu gjöra skal
gengur vel í hópnum.
Eigum ekki þar um val
endum öll á smóknum.


Önnur er svona (eftir nokkra bjóra hittumst við nefnilega aftur)
Ef þú svafst á strákavist
sældardvöl það eivar.
Ofbeldi á hurðum tíðkaðist
annars sváfu allir yfir sig.

Kveðja, Guðlalug (mikið hrikalega var þetta skemmtileg helgi)


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband