Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Skráningar

Heil og sæl.

Hátíðarnefndin hittist nýlega á Kaffi Milanó til skrafs og ráðagerða og var einróma ákveðið að fara að spýta í lófana og setja kraft í undirbúning fyrir Reykjaskólahátíðina.

Nefndarmenn eru ánægðir með þau viðbrögð sem að gamlir Reykskælingar hafa sýnt þessu framtaki okkar og það er ljóst að hinir og þessir ætla að sýna sig og sjá aðra.

Nú viljum við biðja þá sem ætla að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum að skrá sig á reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í.

Í framhaldi af því færð þú sendan tölvupóst þar sem tilgreindur er kostnaður og reikningsnúmer sem þú þarft að leggja inn á.

Síðasti skráningardagur er 1. ágúst og við viljum ítreka að allan kostnað þarf að greiða fyrirfram.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um hvort það sé mögulegt að fá að sofa í gömlu herbergjunum. Það er velkomið en reglan er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Að lokum viljum við einnig hvetja þá sem eiga gamlar myndir frá Reykjaskóla að senda okkur þær á  reykjaskoli@gmail.com                                                      

                                         Með kveðju frá Hátíðarnefndinni.


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband