Færsluflokkur: Bloggar

268 myndir frá Herdísi

Heil og sæl kæru félagar.

Hér er slóð á myndir sem ég tók á Reykjaskólamótinu sem ég setti inn á 123.is síðuna mína. Þið getið hægri smellt á þær myndir sem þið viljið eiga og ef þið viljið fá betri upplausn skulið þið senda mér línu og ég redda því. Hér eru nokkrar góðar frá fötuleiknum góða.

JÓ úr JÓDÝ group

Lóló með sparigargið

IMG_9847

IMG_9848

IMG_9850

 

 


Myndir frá Eika

Ég fékk sendar frábærar myndir frá Eika Smile. En þar sem þær eru svo margar og ég hef ekki tíma til að setja þær inn mynd fyrir mynd setti ég þær bara í slideshow fyrir ykkur ásamt lengsta laginu sem ég fann á tölvunni hjá mér....Bohemian Rhapsody með Queen.

Njótið!

 


Kveðja frá Palla Fanndal og ljósbláa vísan

Heil og sæl

Jæja þá er maður farin að sjá til sólar aftur eftir einstaklega dimman sunnudag (byrjaði að þynnast upp á Holtavörðuheiðinni).

Frábært í alla staði, skipulagningin þannig að Þjóðverji hefði skammast sín.
Vegna fjölda áskorana höfum við í ljósbláa liðinu ákveðið að gefa ljóðið okkar úr ratleiknum út hér á netinu og kemur vísan hér að neðan. Enn og aftur takk kærlega fyrir mig.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

 
Kv

Palli Fanndal

Ps.

Skilaboð til Jónasar

Jónas, ég á eftir að gera upp sakir við þig vegna búferlaflutninganna sem þú framkvæmdir á laugardaginn. Herbergi 40 er mitt.


Nokkur praktísk atriði ;-)


·         Muna eftir sængurfötum (sæng og koddi og utanum) eða svefnpoka.

·         Vera búin að greiða mótsgjaldið 

·         Þeir sem mæta á föstudag geta farið í sund eða í íþróttasalinn.

·         Eins og komið hefur fram er morgunverður og hátíðarkvöldverður innifalinn í mótsgjaldinu. Ekki eru í boði veitingar í millitíðinni.

·         Morgunverður á laugardagsmorgni frá kl 10:00

·         Koma með góða skapið.

·         Finnið gömlu minningarbækurnar og Reykjaskólabækurnar og hafið með ykkur.

·         Föt til útiveru

·         Betri föt fyrir hátíðarkvöldverðinn

·         Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.


Glataðar sálir og vondir draumar!

Gaman þegar við í hátíðarnefndinni fáum póst eftir krókaleiðum og liggur við allri ævisögu viðkomandi.

·         Við getum sagt ykkur frá því að Alli Jakobs  vaknaði við vondan draum lengst í einhverjum afdal úti á landi  á harðri tjalddýnunni og sendi hugskeyti til bróður síns og bað hann að ganga frá áríðandi máli þ.e skráningu og greiðslu fyrir Reykjaskólamótið.  Engar nettengingar þar, né símasamband. (Alli mundu að borga bróður þínum.....)

·         Palli Fanndal og Einar Sveins eru glataðar sálir sem fundið hafa vegin að nýju og eru því búnir að skrá sig til leiks og lofa að hegða sér vel á stelpuvistinni. 

·         Svo fréttum við af Helgu Jakobs sem ætlar að stelast af ættarmótinu á Hvammstanga og koma við á laugardag til okkar á Reykjaskóla.  Við pössum bara uppá að hún fari ekkert aftur á þetta ættarmót því okkar mót er ólíkt skemmtilegra!

Við bætum við nöfnum við  skráningarlistann hér fyrir neðan - fylgist með. Sá sem verður númer 80 á von á góðum glaðningi!

Góða ferðahelgi,

Hátíðarnefndin


Gamlar kassettur

Sæl öll nær og fjær.

Í dag eru 3 vikur í Reykjaskólahátíðina og þeir sem eru ekki búnir að skrá sig en ætla að mæta eru hvattir til að gera bragabót á því.

Það er gaman að segja frá því að fyrrverandi nemendur koma víða að. Þannig kemur Lóló frá Noregi og Ruth frá Suður Afríku.      Flott hjá ykkur stelpur Halo

Á næstu dögum mun detta inn á síðuna tónlist sem tekin var upp á kassettur á sínum tíma og búið er að færa yfir á CD. Þar má nefna upptökur með Hippabandinu, Rokkskessum og fleiri góðum.

Hver veit nema að við dönsum eftir þessari músík þegar við hittumst eftir 3 vikur!  Whistling

 


The more the merrier - Koma svo!

Í dag 10. júli bætti ég við  fjórum nöfnum við listann hér fyrir neðan. 

Þið sem þetta lesið, verið nú duglega að finna netföng hjá fyrrverandi sambýlingum, kærustum,vinum og skólasystkinum frá  RSK.   Sendið þeim línu og hvetjið til að kíkja á vefinn og okkar og skrá sig.

Hvernig er t.d með Reyni og Siggu úr Hrútafirði, Vallý og Ólöfu frá Barðaströnd, Grímsa, Rúna, Júlla,Alla og Helgu    -  Hvar eruð þið og allir hinir ?  Undecided

Fylgist vel með síðunni okkar -   við munum setja inn mjög spennandi óritskoðað efni  í næstu viku. Paralistinn er því miður glataður !  Heart


Ásgeir Jónsson tvíburabróðir Lólóar er fundinn

Asgeir Jons

Já hann Ásgeir Jóns er fundinn og er ég mikið glöð yfir því og ekki síður yfir myndunum sem hann sendi. Ásgeir er Landfræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Landmótun. Ásgeir fór til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA 1985. Hann útskrifaðist sem landfræðingur frá HÍ 1990 og hóf þá störf hjá Landgræðslu ríkisins. 

Sjáið bara karlinn, hann hefur sáralítið breyst frá því að þau Lóló léku tvíburafóstrin í Reykjaskóla um árið.     

c_users_herdis_pictures_reykjaskoli_asgeirjons_fostrin2.jpg

Þúsund þakkir fyrir myndirnar félagi Happy

Hér eru nokkrar myndir en restina af myndunum má sjá hér.

Sjoppusalar

Nemendarad

Lydur baraJon og Johannes

Klipping

Ingibergur Sveinn

Hippa varabandi­     

Hippabandi­ svhv

Nattfataball 2

Nattfataball Anna og Herdís

Jóðlíf


Kennarar í Reykjaskólaliðinu

Ég er ekki enn búin að hafa uppi á Reykjaskólabókunum mínum, en hef að undanförnu farið í gegnum hópinn í huganum og gúgglað upp marga af Reykjaskólaliðinu og er ótrúlega gaman að sjá hvaða starf fólk hefur valið sér og hef ég m.a. fundið nokkra kennara ...... 

Þau sem ég hef fundið eru þau Guðlaug Bjarna, sem kennir í Langholtsskóla og Alda systir hennar sem er kennari í Lundarskóla á Akureyri, Didda Jóns sem kennir á Ísafirði og Ólöf Þórarins sem kennir á Laugarbakka en hún býr sko NB í Reykjaskóla, Daddý Leifs sem kennir í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og María systir hennar sem býr á Ólafsfirði. Svo sá ég að hann Krummi Valgarðs er kennari í Breiðholtsskóla, Jói Arnar í FB og Mummó á Akureyri, en það eru örugglega mun fleiri kennarar í þessum stóra hópi okkar.

Það væri nú líka gaman að vita hvort okkar ástsælu kennarar frá Reykjaskóla eru enn að kenna eða hvort þeir hafa gefist upp eftir Reykjaskóla Whistling....    Hún Jónína Ben lét okkur strax vita af sér og held ég að hún ætli að mæta á mótið, Kristinn Breiðfjörð kemst ekki eins og hann sagði í bréfinu í dag. Ég hef bara fundið eina enn, eða hana Hjördísi Gísla sem er hætt að kenna og orðin framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. En hvað varð um öll hin???

Skrifið endilega viðbótarupplýsingar í athugasemdir, ef þið vitið um fleiri kennara í hópnum eða vitið hvað varð um kennarana okkar.

Ég er ekki frá því að það hafi mátt sjá kennarasvip á þeim nokkrum strax í Reykjaskóla  Halo.

SCAN0091

Mummó á smóknum

Jói og Jói Jói kennari Jói kennari

Á smóknum...  gudlaug kennari Guðlaug kennari

olof_sally og Didda 

SCAN0090

 

hjordis_gisla_12-7-2006-2165 Hjördís Gísla X-kennari

 


56 dagar í Reykjaskólahátíðina

Heil og sæl kæru Reykjaskólasystkin.

það eru einungis 56 dagar í hátíðina góðu. Innlit á Reykjaskólasíðunni benda til þess að áhugi sé fyrir því að hitta gömlu skólafélagana í Reykjaskóla í byrjun ágúst. Það gæti nú líka gaman ef fólk kvittaði fyrir innlit við færslurnar og ég tala nú ekki um ef þið gætuð sent mér gullkorn og myndir frá Reykjaskólaárunum. Anna hvort á reykjaskoli@gmail.com eða hes15@hi.is.

Heyrst hefur að Hippabandið sé í æfingarbúðum og verður gaman að heyra í þeim "gömlu"

En praktísk frá Hátíðarnefndinni:

Nú viljum við biðja þá sem ætla að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum að skrá sig á reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í.

Í framhaldi af því færð þú sendan tölvupóst þar sem tilgreindur er kostnaður og reikningsnúmer sem þú þarft að leggja inn á.

Síðasti skráningardagur er 1. ágúst og við viljum ítreka að allan kostnað þarf að greiða fyrirfram.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um hvort það sé mögulegt að fá að sofa í gömlu herbergjunum. Það er velkomið en reglan er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær.

 


Næsta síða »

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband