Færsluflokkur: Tónlistarmyndbönd

Lokalagið "Geng hér um"

Nú er komið lokalaginu fyrir Reykjaskólamótið okkar.

Þetta er lagið ,,Geng hér um". Lagið sömdu þeir Geir Karlsson og Skúli Þórðarson og var það heldur betur sungið í Reykjaskóla "81-"82. Trúð því, maður opnar bara munninn í upphafsstefninu og kann lagið orð fyrir orð. Ótrúlega skemmtilegt.

Hérna er lagið í flutningi þeirra Hörpu Þorvaldsdóttur og Ragnars Karls Ingasonar, en þau skipuðu Dúettinn Tromp. Lagið kom út á geisladiski sem Dúettinn gaf út árið 1996 og bar nafnið Myndir.

Njótið lokalagsins og spilið út í eitt öll þessi frábæru lög þangað til við sjáumst eldhress ... sum í dag en önnur eftir hádegi á morgun á ólympíuleikum Jódý Group.


Black girl með Hippabandinu

Hér er næstsíðasta lagið kæru skólasystkin "Black girl" með Hippabandinu.

Njótið !


Rafmagnsdjöfullinn

rafmansdjofullinn

Hér fylgir hin rafmagnaði flutningur Rafmagnsdjöfulsins. En hann tók þátt í hljómsveitarkeppninni í Reykjaskóla veturinn 1981-1982 ..... og kom sá og sigraði .... hjörtu allra ungra Reykjaskólameyja. En ekki dugði það þó til að hrífa Helga Páls félaga hans, sjáið bara svipinn á honum á myndinni sem Bjarki tók. 

Þetta verður örugglega endurtekið í ágúst, ekki satt Devil 

 


Rokkskessurnar, þær einu og sönnu

  

Rokkskessurnar var kvennahljómsveit sem hafnaði í 3ja sæti í hljómsveitakeppni í Reykjaskóla 1982 með laginu "Við erum Rokkskessur". Hljómsveitina skipuðu þær Sigríður Snæbjörnsdóttir, Jófríður Kristinsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir (Jóga) og Elva Hreiðarsdóttir.

Þrátt fyrir margar áskoranir og gríðarlegar peningaupphæðir hafa Rokkskessur ekki fengist til þess að stíga á svið aftur.

En hver veit hvað gerist í ágúst .....

 

 

 
 

Íslenskir víkingar í Reykjaskóla

Júlli í valnum

Hver man ekki eftir "Íslenskum VÍKINGUM".... það var sko ekkert light í þá daga W00t. Algjörlega meiriháttar að heyra þessar upptökur sem Skjöldur hafði sem betur fer geymt  og afhenti Ragga Kalla fyrir skömmu síðan.  Þetta er sko alvöru!

Njótið !!!

e.s. tek undir með Bjarka við færsluna hér á undan.... það væri nú gaman að heyra í Hippabandinu .. Koma svo strákar þið hafið engu gleymt Wink


Hippabandið lifir - Ávallt ungur

Hér er eitt gott lag með okkar ástkæru skólahljómsveit  Hippabandinu.  

Fyrir þá sem eru farnir að gleyma og hina sem ekki voru þann vetur þá var hljómsveitin starfandi í Reykjaskóla veturinn 1981-1982 okkur og vonandi þeim sjálfum til mikillar skemmtunar. Sveitina skipuðu þeir Geir Karlsson gítar, Júlíus Ólafsson söngur, Eiríkur Einarsson gítar, Ragnar Karl Ingason bassi og Hrafn Valgarðsson trommur.

Hljómsveitin samdi og spilaði mikið af eigin tónlist eins og svo margar hljómsveitir á þessum árum og var sveitin dugleg að halda tónleika á Reykjaskóla og víðar.

Sumarið 1982 gerði Hippabandið út frá Hvammstanga en þá tók Skúli Þórðarson við trommukjuðunum af Hrafni. Spilaði sveitin á nokkrum eftirminnilegum dansleikum þá um sumarið en hætti störfum um haustið.

Lagið sem hér hljómar er frumsamið og heitir ,,Ávallt ungur" og er upptakan frá lokatónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í Félagsheimilinu á Hvammstanga.


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband