Færsluflokkur: Frá hátíðarnefnd

Myndir frá Reykjaskólahátíð

Heil og sæl kæru skólasystkin

Eruð þið ekki til í að senda nokkrar valdar myndir svo þeir sem ekki voru með myndavél og við hin getum notið. Unnur Pálína sendi nokkrar góðar, en eins og Gunna Jóns sagði þá sáum við fleiri með myndavél en okkur Unni Pálínu. Eiki var með myndavél sem Daddý og fleiri voru dugleg að nota og svo er ég með sönnunargögn hér um fleiri Wink

DSC08395

Ásgeir að mynda í salnum

Sendið myndirnar á hes15@hi.is

 


Takk fyrir helgina

Takk fyrir frábæra helgi kæru félagar.

Ég vil fyrir hönd okkar nemenda þakka Hátíðarnefndinni fyrir framtakið. Eins og Gummi Pálma sagði í dag þá voru margir sem ekki höfðu trú á að því að hægt væri að ná liðinu saman og það í Reykjaskóla, en var það heldur betur afsannað um helgina og er fólk þegar farið að tala um að halda næsta mót árið 2012.

Það var gaman að mæta á föstudaginn og hitta gömlu félagana. Við fundum gömlu herbergin og áttum góða stund í íþróttahúsinu þar sem skoðuð voru myndaalbúm og skólabækur, Raggi Kalli og Eiki gripu gítarana og við sungum nokkra góða slagara og síðan voru kappleikir háðir að Reykjaskólasið. Þeir sem ekki höfðu komið í salinn í nokkra áratugi voru sammála með það að salurinn væri eitthvað minni en í denn.

Laugardagurinn heilsaði okkur bjartur og fagur og fór sólin að skína um leið og Ragnar Karl formaður hátíðarnerfndar hafði sett mótið. Ólympíuleikar JÓDÝ group voru haldnir í sól og hita (talandi um Global Warming). Þau sendu sex lið út í óvissuna í ákafri leit að Rokkskessunni. Hóparnir tóku þessu mis alvarlega og kannaði hópurinn" Retour í grunnu" til að mynda gömlu bruggstaðina við laugina og fékk laugargesti til liðs við sig í ákafri leit að vísbendingum við inntaksrörið í sundlauginni. Keppendur hlupu milli stöðva og mátti sjá fólk hringja í vini og ekki síst þar sem spurt var um gælunöfn og er það nema von þegar Gunnhildur Gests mundi ekki einu sinni eftir því sjálf að hafa verið kölluð Dudu.

Fleiri félagar bættust í hópinn og mættu um 80 í hátíðarkvöldverð og kvöldvöku. Ruth og Skúli Þórðar sáu um veislustjórn og tóku fjölmargir til máls og var látinna félaga minnst, þeirra Jódísar Kristinsdóttur og Björns Ragnarssonar. Gamlir draumar rættust og Guðlaug Bjarna var krýnd fegursta stúlka Reykjaskóla af Ragga Kalla, at last. Maturinn var mjög góður og var mikið fjör í mannskapnum þegar haldið var út í íþróttahús þar sem kvöldvakan fór fram og tókum við Ómar Már að okkur að stýra dagskránni þar úti. Ratleikshóparnir voru allir með atriði og lauk formlegri dagskrá með afmælissöng fyrir Skjöld Sigurjóns og smá boltasprelli frá JÓDÝ group.

Hápunktur kvöldsins var klárlega þegar Hippabandið steig á svið og sungu þeir öll gömlu góðu lögin og trylltu lýðinn og mátti heyra kunnuglega grúppíuskræki á réttum stöðum. Nokkrir gestasöngvarar sungu með Hippabandinu. Ruth söng nokkur lög, Daddý söng Geng hér um og Rafmangspresturinn Þorgrímur söng  poppaðan "gamla nóa" eins og hann hafði lofað mér. Sviðið var rýmt og mætti Jónas á sviðið og héldum við að nú ætti að halda ræðu, en hann kom okkur á óvart. Hann fékk Svövu, elskuna sína til 28 ára, til að koma upp á sviðið og skellti sér á skeljarnar og bað hennar "í beinni" við mikinn fögnuð okkar hinna. Bjarki sá svo um diskótekið (reyndar smá pönk líka fyrir Júlla) og var nærri kominn morgunmatur þegar síðustu tónarnir þögnuðu. Jóga bauð svo út að borða í skottið sem fjölmargir þáðu fyrir morgunlúrinn.

Óhætt er að segja að fólk hafi verið í gleðivímu í morgunmatnum (ótrúlega stuttu eftir að diskóið þagnaði) yfir vel heppnaðri helgi og fórum við heim á leið með bros á vör með Reykaskólaarmbönd og staup til minningar um Reykjaskólamótið.

Sem sérlegur heimasíðuaðstoðarmaður Aðal óska ég eftir myndum frá ykkur. Veljið nú nokkrar góðar myndir sem þið haldið að aðrir hefðu gaman af að sjá. Þið getið líka sent mér linka á myndasíður ef þið hlaðið inn myndunum ykkar inn á slíkar síður. Ég mun svo setja myndirnar inn á Reykjaskólasíðuna okkur til ánægju og yndisauka og ekki síst til að sýna þeim sem ekki komust að þessu sinni af hverju þau misstu Wink.   Þið skulið senda myndirnar á hes15@hi.is

Takk enn og aftur fyrir frábæra helgi.

kv, Herdís Sigurjóns

Hér eru nokkrar góðar.... verst þótti mér þó að hafa ekki mynd af Hippabandinu spila hu hu hu, en ég treysti á ykkur hin í því efni.

Myndir og aftur myndir

Stóri Sæbergshringurinn með Gunnhildi

Reykjaskoli 2008

Formaður hátíðarhefndar

c_users_herdis_a_reykjaskoli_1_reykjaskolamot_agust2008_x_dsc08441.jpg

 

JÓDÝ Group

Í sólinni

Í þá gömlu góðu

Strákarnir okkar

Drekkutími fyrir utan Vesturvistina

Ungfrú Reykjaskóli 2008

Gunna Dóra, Bjarki og Herdís

Salurinn

Þorgrímur, Rúni og Sigrún

Hippabandið

Einlægir aðdáendur

 

 


Dagskrá Reykjaskólamóts

Föstudagur:

Fjölskyldan verður sett í að pakka töskunni með dansgallanum, íþróttaskónum, sunddótinu, grímubúninginum, regnslánni (munið það rignir aldrei né blæs í Hrútó) í bílinn og um leið og vinnu þinni er lokið, hleypur þú heim, beint í bílinn, kyssir fjölskylduna bless og brunar norður (fer eftir því hvaðan þú kemur) í Hrútafjörð, þegar komið er á svæðið kíkir þú eftir Daddý og Siggu færð hjá þeim mótsarmband hátíðarinnar.   Ekkert armband - engin hátíð. (Armband=greiðsla áður en mætt er), svo kemur þér fyrir í gamla herberginu (lendir fyrst í smá slag við þann sem var á seinna eða fyrra árinu í þessu sama herbergi), tekur upp frísbíið og fótanuddtækið, eða sjóskíðin og sixpakkið og byrjar helgina með stæl.

Hver veit nema að Kristín Ólöf heimasæta taki vel á móti okkur með frisbíið í hægri og öl í hinni, það er pottþétt að  Pétur Jónsson fyrrverandi staðarhaldari og Hrútafjarðarprins verður þarna líka í móttöku herlegheitunum, með öl í báðum og míkrófón og munnhörpu á milli tánna... eða þannig.

Kvöldið er frjálst og engin mörk sett. Nema að bannað er að ganga á grasinu og ekkert andaglas takk fyrir og allir í ró á réttum tíma!

Formleg dagskrá hefst á laugardeginum kl 13:00 í Höllinni en eins og þið sjáið þá vill varla nokkur maður missa af föstudagskvöldinu. Maður lifandi !

Laugardagur:

10:00-    Ræs, dæs Kornflex

10:00 -10:30   - Sæbergshringurinn heillar fyrir þá sem hressir eru og vilja byrja daginn snemma með skokki eða göngu.  Gunnhildur sveitakona Gestsdóttir leiðir mannskapinn um sveitastíga og svínabúið.   Lyktin er svo skoluð af áður en farið er í sund og gufu í Höllinni.  Þar munu Valgeir og Esther kenna dýfingar  og sundleikfimi .  Hittumst á smóknum áður en  lagt er af stað

13:00  Setningarræða í Höllinni - Ragnar Karl Ingason formaður hátíðarnefndar.

13:15  Jóhann nokkur Arnarson og Daddý World Class skvísa leiða okkur um króka og kima hins margslungna og dularfulla Reykjaskóla og nágrennis. Jóhann er  framkvæmdastjóri afþreyingafélagsins Jói og Daddý Grúpp  (þið vitið -svona Simmi og Jói þema) jafnframt því að vera sögumaður góður og þekkir hann draugana í Reykjaskóla jafnvel betur en börnin sín og ætti því ásamt samstarfskonu sinni að fara létt með að kynna okkur fyrir svæðinu.  Skyldumæting - viðburður sem ekki má missa af, engir lakkskór hér! 

Eftir stutta en árangursríka leit af Ragga Kalla sem væntanlega villist af leið verður haldið í Höllina góðu og línurnar lagðar fyrir kvöldið. Nú ef við höfum einhvern tíma upp á að hlaupa þá getur hver og einn spókað sig um svæðinu, farið vatnsslag, skriðið inn og út um glugga, skellt sér i sund, skoðað smókinn, látið fara vel um sig á strákavistinni og eða stelpuvistinni, já líklega best að hvíla sig vel, setja upp andlitið og bindið og telja niður í hátíðarkvöldverðinn sem hefst kl: 19:00. Úps ekki gleyma lestímanum milli 17:00-18:00. Guðlaug Bjarna passar uppá að allir séu í ró.

Eftir hátíðarkvöldverðinn og uppvaskið verður svo kvöldvaka í Höllinni sem á engan sinn líka og er ekki skortur á skemmtiatriðum á þeim bænum. Gítarleikarar eru nokkrir og söngvarar enn fleiri. Prógrammið á stóra sviðinu er sem hér segir:

Stóra sviðið

18:00-19:45  Ásgeir Jónsson jazz og dinnertónlist. Axel Rúnar og Anna Kristjáns hlaupa í skarðið            þegar Ásgeir þarf  á pissiríið

19:50-20:00 Guðni Ásgeirsson með trommusóló

20:00-20:40 Skjöldur á sokkaleistunum syngur lög úr söngleiknum Grease

20:45-21:30 Ómar Már Jónssonfyrst og fremst Vestfirðingur og sveitarstjóri syngur og leikur á gítar öll lögin á ágætri plötu Smashing Pumpkins " Mellon Collie and the Infinite Sadness".

21:35-22:15 Lýður Jónssontekur nokkra létta CCR-slagara

22:40-23:20 Geir Sveinsson tryllir lýðinn með "Megasarhitturum."

23:25-24:10 Skúli Sigurðsson tekur Sálina og Utangarðsmenn til skiptis.

24:15-24:20 Þorgrímur Daníelsson"performar" nett töfrabragð og lætur sig hverfa (útivistarleyfið þið skiljið) J

24:25:-24:50 Anna Linda Sigurgeirsdóttir syngur á magnþrunginn hátt nokkur þekkt lög úr Carmina Burana.

24:55-01:00 Sigurður Rafn A Levy flytur ljóð eftir Bob Dylan.

01:05-01:15 Gunnar Ragnarsson flytur 2 lög. Fyrst "Ljúfa líf" sem Flosi Ólafs gerði vinsælt og svo "Líf" sem að Stefán nokkur Hilmarsson gerði fyrst frægt.

01:15-01:33 Nú tekur við 18 mínútna langt bassasóló frá Gunnhildi Halldóru (Gunnu Dóru).

01:35-01:50 Helgi Pálsson plokkar nokkur vel valin gítarsóló frá hljómsveitarárum hans með "Eldist aldrei".

01:55-02:00 Hrefna Guðnýflytur lagið "Hey Jude" sem hún tryllti lýðinn með í söngkeppni Stykkishólms á dögunum.

02:00-02:10 Ruth Gylfadóttir syngur frumsamið lag eftir hana sjálfa. Lagið ber vinnuheitið: "Af hverju fást ekki svið í sjoppum úti á landi".

02:10-03:00 Gummi Pálma leikur á gítar og syngur Bubbalög.  Jón Þór kollegi hans dansar sem óður maður í takt við tóninn.

03:00-?           Open mike.

Á litla sviðinu verða einungis þrjú atriði:

21:00-21:15 Norsarinn Jórunn Anna sterka (Lóló) glímir við okkar sterkasta mann Rúnar Ívarsson og ætti það að verða æsileg barátta.

21:15-21:30 Jónas M. Pétursson dansar djæf með danshópnum sínum.  Hann verður í skyrtu og með bindi.

22:00-02:00 Þorleifur Karl"sommelier" er með vínkynningu sem teygir sig eitthvað inn í nóttina.

Sunnudagurinn  tekur svo á móti okkur sólríkur og fagur.

08:30-09:30  -  Ræs, dæs Kornflex. Fólk getur slappað af eða þá tekið þátt í "Ziggy Weathers´s open golf tournament" en það er opið golfmót sem að góðar líkur eru á að Jónína Hafdís og golfarinn Guðrún Gunnsteinsdóttir koma til með að halda fljótlega eftir að síðasti maður fer að sofa aðfaranótt sunnudagsins. Mikil og góð skemmtun þar á ferðinni. Já við minnum á frítt golfspil fyrir okkur RSK ara á Húnavöllum á glæsilegum golfvelli þeirra vallara.

Rúta verður frá vegamótum árla sunnudagsmorguns fyrir þá sem vilja eingöngu vera yfir daginn, en lágmarksfjöldi í rútu er 20 manns.

Sjáumst hress og kát kæru félagar, Hátíðarnefndin


Barnlaus helgi – jibbý jei

Það skal tekið fram til þess að forðast allan misskiling að tjaldstæðið er lokað fyrir aðra en okkur helgina 8-10 ágúst.  Allir þeir sem dvelja á Reykjaskóla þessa helgi og eru makar fyrrverandi nemanda verða  að taka þátt í gleðinni og þurfa að vera skráðir.  Það skal einnig tekið skýrt fram að ekki er leyfilegt að koma með börn eða barnabörn.  


Enginn má vera á svæðinu nema að vera skráður til leiks!
Þetta þýðir að allir þeir sem eru á svæðinu, taka þátt í gleðinni og öðrum en þeim sem ekki eru skráðir til leiks er óheimilt að vera á staðnum.

Músík
Búið er að yfirfæra músíkin yfir á geisladiska, en einhver vændræði er að koma henni inn á netið þannig að allir geti hlustað. Einhverjir örðuleikar eru með höfunarréttindi, “múskík-fælarnir” eru læstir !
Þessa stundina er einhver tæknimaður að hakka sig í gengum kóðana, því ætti þetta allt að smella fljótlega.

Sameinast í bíl-  það er svo gaman
Ef ykkur vantar far eða hafið pláss í bíl, þá endilega skrifið í gestabókina, nafn og netfang, síma og svo frv.
Svo er líka spurning um að fara með Norðurleiðinni og stoppa á Staðarskála eins og forðum!


 

36 dagar í Reykjaskólamótið og líf í gestabókinni

Jæja kæru félagar nú eru bara 36 dagar þangað til við hittumst í Reykjaskóla. Eftir nákvæmlega 5 vikur verðum við í gamla skólanum okkar, rétt búin með kvöldkaffið á leiðinni í háttinn Whistling .....

Ég hafði ekki litið í gestabókina í nokkurn tíma og svo þegar ég skoðaði hana áðan sá ég að eitthvað er að lifna yfir mannskapnum Happy og meira að segja Ásgeir Jóns farinn að plana fótboltamót á laugardagsmorgninum..... ég er að hugsa um að láta öðrum það eftir, en ég mæti í sundið á eftir Wink.

Nýr uppfærður mætingarlisti er væntanlegur eftir helgina og vona ég svo sannarlega að þá verði orðið veislufært. En gerið nú eins og hún Guðlaug Bjarna vinkona mín segir.... skráið ykkur!  

reykjaskoli@gmail.com.

 

Hér eru gestabókarfærslurnar.

Adios

Mæli með að menn og konur hafi með sér íþrótta fatnað og skó â€" (var hann e.t.v. skyldubúnaður) því Kalli Eggerts sagðist tryggja að við kæmumst í fótbolta á laugardagsmorgun og síðan í sund og sauna. Ef mig misminnir ekki er nægilegt að ná saman fjórum til að ná í tvö fótboltalið þarna í íþróttahúsinu og ef vel er mætt má e.t.v. ná tveim blakliðum. Er annars einhver dagskrá fyrir laugardaginn ??? kv. Ásgeir

Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. júlí 2008

Skráum okkur

Hæ öll. Lít á það sem persónulega áskorun hve stuttur listinn er yfir skráningar. Kem. Hlakka til. Koma so og skrá sig. Guðlaug Bjarnadóttir

Guðlaug (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008

hghjmhj

ghkghkghk

khjk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008

hello everyone

er það samdóma allra að það eigi að mæta á reykjaskólamótið ( makalausir) vil bara hafa þetta á hreinu. Rétt skal vera rétt nema fyrir þá sem voru svo heppnir að ná sér í maka á Reykjum. Hvernig finnst þeim það ( a.k.p) á ég við það :-) kv. Habba

Habba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. júní 2008

Frábært.

Þetta verður bara gaman. Kveðja Edda

Esther Björk Tryggvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. júní 2008

Bara snilld

Kveðja Bergþór G. Böðvarsson

Bergþór Grétar Böðvarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. maí 2008

Bara gaman!

Við þurfum bara að muna eftir rsk bókunum þá gengur allt betur annars er bara gaman að kynnast aftur. Hlakka mikið til að hitta ykkur sem flest kv. Anna Linda Sigurgeirs

Anna Linda Sigurgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. maí 2008

Hrefna Gissurardóttir

Vonandi sjáumst við?

Langaði að skrifa smá,ekki víst að neinn muni eftir mér,en ég mæti alla vega með 2 Fresca. Er svo með tillögu að skemmtiatriði ?að láta suma máta, klósettgluggann á vesturvistin,hef nefnilega frétt af glugginn hafi minnkað? Hilsen úr hólminum. Habba netfang mitt er hrefnagiss@simnet.is

Hrefna Gissurardóttir , þri. 25. mars 2008

Ómar Már Jónsson

Flott framtak

Sæl öll, það verður áreiðanlega ekki svefnsamt í öllum Hrútafirðinum þessa helgi sem er bara hið besta mál...:) Flott frumkvæði hjá boðurum hátíðarinnar, kær kveðja, Ómar Már Jónsson - omarjons@sudavik.is

Ómar Már Jónsson, fim. 13. mars 2008

Mæli með því að sækja um einkarétt á RSK lógóinu

Það er alveg frábær tímsetning á kynningunni á mótinu í sumar.Það eru farin að berast ýmiskonar pappírar og meilar frá einhverjum þjófum sem hafa stolið RSK lógóinu http://gummimagg.blog.is/blog/gummimagg/

Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008

Húnavatnssýsla hér kem ég !!

það verður gaman að hitta Gumma Magg :) og alla hina á RSK í sumar.Frábært framtak hjá ykkur. okkur Jónasi hlakkar til að hitta ykkur.kv.Svava svavai@tmd.is

svava ingimundardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008

Loksins er ástæða að fara í Hrútafjörðinn

Við Jónína getum þakkað Tameltígrum því að við erum laus þessa helgi.En það stóð jafnvel að við kíktum á þá en þeir sprengdu upp hótelið og kjarkurinn hjá okkur er að hverfa með aldrinum.Teljum viðað það verði rólegra í Hrútafirðinum og hlökkum til að hitta þá sem muna eftir okkur,hinum verðum við bara að kynnast. Kær kveðja Gummi og Jónína gummim hjá mi.is

Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008

Halló RSK-ingar

Jiibbííí þetta verður eitthvað fjör maður. Einsgott að fara að panta gamla herbergið. Takk fyrir framtakið kæra nefnd. Kv Palli Fanndal. pallfanndal@simnet.is

Páll Fanndal (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008

Halló allir

Þetta er frábært framtak og löngu tímabært, bestu þakkir til ykkar í nefndinni Sjáumst Sallý sallyh66@gmail.com

Salóme Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008

Hæææ!!

Loksins!...og takk til ykkar sem komu thessu i gang! Sjaumst!! kv. Lolo jorunn.egilsdottir@ups-scs.com

Jorunn Egilsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008

blessuð og sæl

Frábært framtak - mæti einfaldur eða tvöfaldur nema eitthvað mikið komi upp á - netfang asgeir@landmotun.is og mork@emax.is kv Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008

Sæl og blessuð öll !!

Dásamlegt framtak !! Netfangið mitt er imbbigg@gmail.com Sjáumst sem allra flest, kveðja, Ingibjörg R. Helgadóttir eða bara Imba :-)

Imba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008

Jónína Benediktsdóttir

Gamli kennarinn ykkar

joninaben@hotmail.com vildi óska þess að hún fengi að sjá ykkur öll saman komin.

Jónína Benediktsdóttir, fim. 28. feb. 2008

Herdís Sigurjónsdóttir

Reykjaskóli 2008

Heil og sæl kæru Reykjaskólasystkin Ég lýsi aftur yfir ánægju minni með framtakið og mótið í sumar. Netfangið mitt er hes15@hi.is Kveðja, Herdís Sigurjóns

Herdís Sigurjónsdóttir, fim. 28. feb. 2008

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Hvetjum ykkur til að skrifa í gestabókina!

Skráið netföngin ykkar hér - hlökkum til að sjá ykkur og heyra frá ykkur


Núna er rétti tíminn til að skrá sig

Heil og sæl kæru félagar

Undirbúningur er á fullu og hitti sérstakur aðstoðarmaður Aðal einn fulltrúa Aðal (Daddý) á löngum um kaffihúsafundi í gær þar sem farið var í gegn um tugi mynda , minningarbækur og Reykjaskólaminningar. Trúið mér þið eigið eftir að liggja í kasti þegar ég kemst í það að skanna myndirnar inn og setja inn texta úr minningarbókunum hennar Daddýar LoL .... ein spurning. Þekkir einhver þetta:

"Hæ Daddý

Ég þakka sæmileg kynni hér í vetur og skemmtileg kynni í ..... bla bla t.d. þegar þú hræktir á höndina á mér (þvílík fýla) og öll bréfin sem við höfum skrifað um ..... ??? og alla þá lestíma sem við höfum rekið bekkjarfélaga okkar áfram, við að skúra salinn.

Jæja get ekki skrifað meira vegna þess að ég er að fara að gera líffræði verkefni Bæ Bæ...."

Hver er maðurinn???

Já nú getið þið farið að svitna yfir því að þið hafið skrifað eitthvað misjafnt í bækurnar góðu kæru félagar, því ég er rétt að byrja ..... hér eru til að mynda nokkur ljóð sem ég get ekki beðið með að birta Wink ..... en ég við þó taka það fram að ég tek við mútum.

En ég fékk meira þessu tengt því ég fékk í hendur Gullið hennar Höbbu. Myndaalbúm með frábærum Reykjaskólamyndum sem bíða birtingar W00t....

En þið munið að skrá ykkur NÚNA. Þetta snýst ekki bara um að fá gamla herbergið sitt því það er líka erfitt fyrir nefndina að plana innkaup og annað og fúlt ef einhverjir verða af ........ (það er enn leyndarmál hvað það er)  fyrir það eitt að skrá sig of seint....

reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í sjá nánar neðst.

þið munið líka að það er ekki í boði að mæta ekki í ágúst. Það eru nefnilega allir svo spenntir að hitta þig. Já þig!

 

Frá Hátíðarnefnd:

Þótt auglýst dagskrá hefjist á laugardeginum þá er öllum velkomið að mæta á föstudeginum 8. ágúst.

  • Gist er í tveggja manna herbergjum en við þurfum að koma með sængurföt.
  • Það er aðstaða fyrir fellihýsi og tjaldvagna.
  • Við höfum aðgang að sundlaug og íþróttasal.
  • Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.
  • Greiða þarf kostnað fyrirfram inn á reikning sem tilgreindur verður síðar.

Kostnaður pr. mann:

  1.  Gisting með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku =8.400 kr
  2.  Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka = 4.900 kr.
  3.  Gisting á tjaldstæði með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 6.300 kr.
  4.   Þeir sem eingöngu ætla að koma á kvöldvöku greiði 1.000 kr
  5.  Ef mætt er á föstudeginum  þá bætast 3.500 kr. við ofangreint verð (morgunverður á laugardegi innifalinn)

Ef einhver vill haga sínum málum á annan hátt þá getur viðkomandi haft samband við Ragnar Karl og fengið uppgefinn kostnað. Netfangið er ragnkarl@simnet.is

Að lokum má geta að það er öllum velkomið að mæta með maka á svæðið ef viðkomandi maki krefst þess og suðar stöðugt í nokkra mánuði EN það er samdóma álit nefndarinnar að maka muni hundleiðast.

Samkvæmt öruggri langtímaspá frá Sigga stormi má fastlega búast við brakandi blíðu þessa helgi með sól á himni og í hjarta og alveg makalausri helgi.

 


Orðsending frá sérlegum aðstoðarmanni Hátíðarnefndar

Ef litið er á innlit á síðuna er ljóst að það er mikill spenningur fyrir mótinu (eðlilega!). Í gær komu alls 93 aðilar Smile... en kannski var þetta allt utanskólafólk því enginn kvittaði Whistling.

En að máli málanna. Gaman væri að fá minningarbrot send frá ykkur um veru ykkar í Reykjaskóla til að birta hér á síðunni. Ég las til  að mynda frábæran pistil frá Hrefnu Gissurar í morgun. Ég man vel eftir öllum þessum atvikum sem hún talaði um. Þær voru ROSALEGAR á Vesturvistinni, en við vorum ekki svona miklir villingar stelpurnar á Efstuvistinni he he... Ég er svo sammála því sem hún sagði um gamla fólkið, kennarana. Sveinn, Jónína, Lói og Hjördís og allir hinir gamlingjarnir... fólk sem var rétt rúmlega tvítugt á þessum tíma LoL.

Það sem er svo frábært við svona mót er að það gefur tækifæri til að ná aftur sambandi við fólk sem maður hefur ekki verið í tengslum við áratugum saman. Samnemendur og kennarar sem voru orðin eins og hluti af fjölskylda manns og ég man að ég grét úr mér augun alla leiðina á Blönduós eða kannski var það Varmahlíð þegar leiðir skildu um vorið. Það verður ekki lítið gaman að hitta alla Reykjaskólafjölskylduna aftur í ágúst.

kv, Herdís Sigurjóns


Skráningar

Heil og sæl.

Hátíðarnefndin hittist nýlega á Kaffi Milanó til skrafs og ráðagerða og var einróma ákveðið að fara að spýta í lófana og setja kraft í undirbúning fyrir Reykjaskólahátíðina.

Nefndarmenn eru ánægðir með þau viðbrögð sem að gamlir Reykskælingar hafa sýnt þessu framtaki okkar og það er ljóst að hinir og þessir ætla að sýna sig og sjá aðra.

Nú viljum við biðja þá sem ætla að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum að skrá sig á reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í.

Í framhaldi af því færð þú sendan tölvupóst þar sem tilgreindur er kostnaður og reikningsnúmer sem þú þarft að leggja inn á.

Síðasti skráningardagur er 1. ágúst og við viljum ítreka að allan kostnað þarf að greiða fyrirfram.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um hvort það sé mögulegt að fá að sofa í gömlu herbergjunum. Það er velkomið en reglan er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Að lokum viljum við einnig hvetja þá sem eiga gamlar myndir frá Reykjaskóla að senda okkur þær á  reykjaskoli@gmail.com                                                      

                                         Með kveðju frá Hátíðarnefndinni.


Nokkrir punktar.

Það er ánægjulegt hvað viðbrögð hafa verið góð við þeirri hugmynd okkar að hittast næsta sumar. Nú þegar vitum við um marga sem hafa tekið helgina frá og ætla að mæta á hátíðina og sumir vilja mæta strax á föstudeginum.

En hérna koma nokkrir punktar:

Þótt auglýst dagskrá hefjist á laugardeginum þá er öllum velkomið að mæta á föstudeginum 8. ágúst.

  • Gist er í tveggja manna herbergjum en við þurfum að koma með sængurföt.
  • Það er aðstaða fyrir fellihýsi og tjaldvagna.
  • Við höfum aðgang að sundlaug og íþróttasal.
  • Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.
  • Greiða þarf kostnað fyrirfram inn á reikning sem tilgreindur verður síðar.

Kostnaður pr. mann:

  1.  Gisting með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 8.400 kr
  2.  Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka =  4.900 kr.
  3.  Gisting á tjaldstæði með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 6.300 kr.
  4.   Þeir sem eingöngu ætla að koma á kvöldvöku greiði 1.000 kr
  5.  Ef mætt er á föstudeginum  þá bætast 3.500 kr. við ofangreint verð (morgunverður á laugardegi innifalinn)

Ef einhver vill haga sínum málum á annan hátt þá getur viðkomandi haft samband við Ragnar Karl og fengið uppgefinn kostnað. Netfangið er ragnkarl@simnet.is

Að lokum má geta að það er öllum velkomið að mæta með maka á svæðið ef viðkomandi maki krefst þess og suðar stöðugt í nokkra mánuði EN það er samdóma álit nefndarinnar að maka muni hundleiðast.

Samkvæmt öruggri langtímaspá frá Sigga stormi má fastlega búast við brakandi blíðu þessa helgi með sól á himni og í hjarta og alveg makalausri helgi.

 

                                                                                     Nefndin.

 

 

 


reykjaskoli@gmail.com

Okkur langar að safna saman netföngum ykkar til að senda frekari upplýsingar ef þarf. Netfangið er reykjaskoli@gmail.com


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband