Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

reykjaskoli@gmail.com

Okkur langar að safna saman netföngum ykkar til að senda frekari upplýsingar ef þarf. Netfangið er reykjaskoli@gmail.com


Frá nefndinni

Komið þið öll sæl og blessuð.

 

Þá er búið að senda nánast öllum Reykjaskólanemendum “80 til “82 bréf, alls 172 stk  en þó eru nokkrir sem búsettir eru erlendis. Nöfn þeirra verða birt áður en langt um líður þannig ef einhver skyldi vera í sambandi við viðkomandi getur hann látið vita.

Eins munu kennarar fá bréf  en þeir eru auðvitað velkomnir.

 

Það hefur margt breyst á Reykjaskóla síðan við vorum þar í gamla daga.

Í dag eru tvenn hjón sem að reka staðinn, þau Þorvarður Guðmundson og Ingunn Pedersen ásamt Karli Örvarssyni og Halldóru Árnadóttir. Á veturnar eru starfræktar skólabúðir en á sumrin eru haldin ættarmót og mannfagnaðir af öllum stærðum og gerðum.   http://www.skolabudir.is/

 

En aðeins af helginni sjálfri. Formlega mun hátíðin byrja kl:12:00 á hádegi á laugardeginum en þeir sem vilja geta mætt á föstudeginum. Við munum fá afnot af sundlaug, íþróttasal, matsal og auðvitað svefnaðstöðu og allt verður þetta á hóflegu verði en verðlisti verður birtur síðar.

Þegar nær dregur verður nauðsynlegt að tilkynna þátttöku bæði í gistingu og mat.

En nóg í bili, takið helgina endilega frá og mætið hress og kát.


Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár!

Kæru bekkjar- og skólasystkin!

Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár.

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

Hátíðin verður haldin að Reykjum í Hrútafirði og hefst formlega kl. 12:00 á hádegi laugardagsins 9. ágúst á erindi Ragnars Karls Ingasonar formanns hátíðarnefndar.

Skipuleg dagskrá verður á laugardeginum, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka.

Nánari upplýsingar um dagskrá, gistingu og annað má nálgast á eftirfarandi slóð:

Með kærri kveðju frá Hátíðarnefndinni

Bjarki Franzson

Dagbjört Hrönn Leifsdóttir

Eiríkur Einarsson

Ragnar Karl Ingason

Sigríður Snæbjörnsdóttir


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband