268 myndir frá Herdísi

Heil og sæl kæru félagar.

Hér er slóð á myndir sem ég tók á Reykjaskólamótinu sem ég setti inn á 123.is síðuna mína. Þið getið hægri smellt á þær myndir sem þið viljið eiga og ef þið viljið fá betri upplausn skulið þið senda mér línu og ég redda því. Hér eru nokkrar góðar frá fötuleiknum góða.

JÓ úr JÓDÝ group

Lóló með sparigargið

IMG_9847

IMG_9848

IMG_9850

 

 


Myndir frá Eika

Ég fékk sendar frábærar myndir frá Eika Smile. En þar sem þær eru svo margar og ég hef ekki tíma til að setja þær inn mynd fyrir mynd setti ég þær bara í slideshow fyrir ykkur ásamt lengsta laginu sem ég fann á tölvunni hjá mér....Bohemian Rhapsody með Queen.

Njótið!

 


Myndir frá Reykjaskólahátíð

Heil og sæl kæru skólasystkin

Eruð þið ekki til í að senda nokkrar valdar myndir svo þeir sem ekki voru með myndavél og við hin getum notið. Unnur Pálína sendi nokkrar góðar, en eins og Gunna Jóns sagði þá sáum við fleiri með myndavél en okkur Unni Pálínu. Eiki var með myndavél sem Daddý og fleiri voru dugleg að nota og svo er ég með sönnunargögn hér um fleiri Wink

DSC08395

Ásgeir að mynda í salnum

Sendið myndirnar á hes15@hi.is

 


Var búinn að gleyma hvað var gaman í Reykjaskóla

Ég fékk þetta skemmtilega bréf frá Begga og birti það hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Ég mátti líka til með að láta eina mynd fylgja með.

Beggi á pöllunum

Sæl Herdís og takk fyrir frábæra skemmtun sl. helgi, það er vonandi að næsta
Reykjaskóla nemendamót verði eigi síðar en 2012.

Ég veit ekki hvort þú hafir heyrt af því en áður en ég kom á nemendamótið þá mundi
ég harla lítið eftir veru minni þegar ég var þar.

Svo nú þegar heim er komið og ég man núna hve gaman var í skólanum þá datt mér í hug
þessi vísa:

Í Reykjaskóla gaman var,
þar voru manneskjur margar góðar,
sumar örlítið geðveikar
en aðrar trítilóðar.

Enn og aftur, takk æðislega fyrir frábæra nemendamótsskemmtun.

Sjáumst vonandi fyrr en seinna. 

Kveðja
Bergþór Grétar Böðvarsson
S: 8232273
http://www.123.is/bgb


Reykjaskólalagið okkar "Geng hér um" fáanlegt á CD

Hápunktur helgarinnar (náttúrulega tómir hápunktar frá A-Ö en.....) var klárlega að mínu mati þegar við stóðum í salnum og sungum með Hippabandinu öll frábæru lögin okkar. Lögin sem við sungum um árið og var magnað hvað maður kunnu enn af textunum.

Þegar Raggi Kalli sendi mér diskinn sinn Myndir sem hann gaf út árið 1996 ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur, þá missti ég mig í spileríi, en á þeim diski var einmitt lagið "Geng hér um" sem þeir Geir Karls og Skúli Þórðar sömdu. Líkt og ég sagði í færslunni með lokalaginu "Geng hér um" þá byrjuðu fyrstu tónarnir og svo bara kom textinn ...

Ég spurði Ragga Kalla um helgina hvort hann ætti ekki fleiri diska en þennan sem hann lét mig hafa, því ég var viss um að fleiri en ég vildu eignast diskinn Myndir með "Geng hér um" og fleiri góðum. Hann sagði svo vera Happy ef fólk bæði hann voða fallega. Þannig að eg þið hafið áhuga á að eignast diskinn góða getið þið sett ykkur í samband við hann í ragnkarl@simnet.is eða reykjaskoli@gmail.comog hann selur ykkur disk á sanngjörnu verði og sendir um hæl í sniglapósti. Þá loksins getið þið misst ykkur í Reykjaskólaminningunum (svona ef þið hafði ekki gert það nú þegar) og spilað diskinn og sungið með um leið og þið skoðið Reykjaskólamyndirnar. 

Myndir

 

 

 


Reykjaskólavísur

Hér eru vísurnar góðu sem urðu til í ratleiknum....  Wink.

Sendið vísurnar á hes15@hi.is og eins hverjir voru í liðinu.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

Í ljósbláa liðinu voru;Palli Fanndal, Skjöldur, Bjarki, Linda Stefáns, Jónas, Svava og ?

Dökkbláa vísan

Allar stundir okkar hér

er svo ljúft að muna

manst' ekki samt eftir mér?

þó að ég sé orðin sver

þú varst alltaf pínu þver

en ég man varla eftir þér

Í dökkbláa liðinu voru; Gunna Jóns, Ruth, Sæunn, Sigrún, Jón Þór, Garðar, Ómar, Ásgeir og svo fengum við liðsinni Önnu Lindu við línudansinn Smile

Smá orðsending til gula liðsins:  Það var auðvitað ekki nóg fyrir ykkur að hafa rangt við með því að reyna að brjóta eggið okkar, ha?  Þið þurftuð líka að klaga í kennarann?  Annars áttum við ekki brotnu eggjaskurnina sem Jói fann, held að hænurnar hafi bara farið á flakk niður í fjöru Whistling

Gula vísan

Hér stöndum við og getum ekki annað.

Hér er gott að vera,

við gerðum allt sem okkur var bannað

nema að horfa á beljurnar bera.

Í gula liðinu voru; Beggi, Sallý, Sigga, Haddú, Kalli, Adda, Valli og Tóti.

Hvíta vísan
Vísa 1 (fyrir drykk(i)):
Góða vísu gjöra skal
gengur vel í hópnum.
Eigum ekki þar um val
endum öll á smóknum.


Önnur er svona (eftir nokkra bjóra hittumst við nefnilega aftur)
Ef þú svafst á strákavist
sældardvöl það eivar.
Ofbeldi á hurðum tíðkaðist
annars sváfu allir yfir sig.

Kveðja, Guðlalug (mikið hrikalega var þetta skemmtileg helgi)


Kveðja frá Palla Fanndal og ljósbláa vísan

Heil og sæl

Jæja þá er maður farin að sjá til sólar aftur eftir einstaklega dimman sunnudag (byrjaði að þynnast upp á Holtavörðuheiðinni).

Frábært í alla staði, skipulagningin þannig að Þjóðverji hefði skammast sín.
Vegna fjölda áskorana höfum við í ljósbláa liðinu ákveðið að gefa ljóðið okkar úr ratleiknum út hér á netinu og kemur vísan hér að neðan. Enn og aftur takk kærlega fyrir mig.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

 
Kv

Palli Fanndal

Ps.

Skilaboð til Jónasar

Jónas, ég á eftir að gera upp sakir við þig vegna búferlaflutninganna sem þú framkvæmdir á laugardaginn. Herbergi 40 er mitt.


Takk fyrir helgina

Takk fyrir frábæra helgi kæru félagar.

Ég vil fyrir hönd okkar nemenda þakka Hátíðarnefndinni fyrir framtakið. Eins og Gummi Pálma sagði í dag þá voru margir sem ekki höfðu trú á að því að hægt væri að ná liðinu saman og það í Reykjaskóla, en var það heldur betur afsannað um helgina og er fólk þegar farið að tala um að halda næsta mót árið 2012.

Það var gaman að mæta á föstudaginn og hitta gömlu félagana. Við fundum gömlu herbergin og áttum góða stund í íþróttahúsinu þar sem skoðuð voru myndaalbúm og skólabækur, Raggi Kalli og Eiki gripu gítarana og við sungum nokkra góða slagara og síðan voru kappleikir háðir að Reykjaskólasið. Þeir sem ekki höfðu komið í salinn í nokkra áratugi voru sammála með það að salurinn væri eitthvað minni en í denn.

Laugardagurinn heilsaði okkur bjartur og fagur og fór sólin að skína um leið og Ragnar Karl formaður hátíðarnerfndar hafði sett mótið. Ólympíuleikar JÓDÝ group voru haldnir í sól og hita (talandi um Global Warming). Þau sendu sex lið út í óvissuna í ákafri leit að Rokkskessunni. Hóparnir tóku þessu mis alvarlega og kannaði hópurinn" Retour í grunnu" til að mynda gömlu bruggstaðina við laugina og fékk laugargesti til liðs við sig í ákafri leit að vísbendingum við inntaksrörið í sundlauginni. Keppendur hlupu milli stöðva og mátti sjá fólk hringja í vini og ekki síst þar sem spurt var um gælunöfn og er það nema von þegar Gunnhildur Gests mundi ekki einu sinni eftir því sjálf að hafa verið kölluð Dudu.

Fleiri félagar bættust í hópinn og mættu um 80 í hátíðarkvöldverð og kvöldvöku. Ruth og Skúli Þórðar sáu um veislustjórn og tóku fjölmargir til máls og var látinna félaga minnst, þeirra Jódísar Kristinsdóttur og Björns Ragnarssonar. Gamlir draumar rættust og Guðlaug Bjarna var krýnd fegursta stúlka Reykjaskóla af Ragga Kalla, at last. Maturinn var mjög góður og var mikið fjör í mannskapnum þegar haldið var út í íþróttahús þar sem kvöldvakan fór fram og tókum við Ómar Már að okkur að stýra dagskránni þar úti. Ratleikshóparnir voru allir með atriði og lauk formlegri dagskrá með afmælissöng fyrir Skjöld Sigurjóns og smá boltasprelli frá JÓDÝ group.

Hápunktur kvöldsins var klárlega þegar Hippabandið steig á svið og sungu þeir öll gömlu góðu lögin og trylltu lýðinn og mátti heyra kunnuglega grúppíuskræki á réttum stöðum. Nokkrir gestasöngvarar sungu með Hippabandinu. Ruth söng nokkur lög, Daddý söng Geng hér um og Rafmangspresturinn Þorgrímur söng  poppaðan "gamla nóa" eins og hann hafði lofað mér. Sviðið var rýmt og mætti Jónas á sviðið og héldum við að nú ætti að halda ræðu, en hann kom okkur á óvart. Hann fékk Svövu, elskuna sína til 28 ára, til að koma upp á sviðið og skellti sér á skeljarnar og bað hennar "í beinni" við mikinn fögnuð okkar hinna. Bjarki sá svo um diskótekið (reyndar smá pönk líka fyrir Júlla) og var nærri kominn morgunmatur þegar síðustu tónarnir þögnuðu. Jóga bauð svo út að borða í skottið sem fjölmargir þáðu fyrir morgunlúrinn.

Óhætt er að segja að fólk hafi verið í gleðivímu í morgunmatnum (ótrúlega stuttu eftir að diskóið þagnaði) yfir vel heppnaðri helgi og fórum við heim á leið með bros á vör með Reykaskólaarmbönd og staup til minningar um Reykjaskólamótið.

Sem sérlegur heimasíðuaðstoðarmaður Aðal óska ég eftir myndum frá ykkur. Veljið nú nokkrar góðar myndir sem þið haldið að aðrir hefðu gaman af að sjá. Þið getið líka sent mér linka á myndasíður ef þið hlaðið inn myndunum ykkar inn á slíkar síður. Ég mun svo setja myndirnar inn á Reykjaskólasíðuna okkur til ánægju og yndisauka og ekki síst til að sýna þeim sem ekki komust að þessu sinni af hverju þau misstu Wink.   Þið skulið senda myndirnar á hes15@hi.is

Takk enn og aftur fyrir frábæra helgi.

kv, Herdís Sigurjóns

Hér eru nokkrar góðar.... verst þótti mér þó að hafa ekki mynd af Hippabandinu spila hu hu hu, en ég treysti á ykkur hin í því efni.

Myndir og aftur myndir

Stóri Sæbergshringurinn með Gunnhildi

Reykjaskoli 2008

Formaður hátíðarhefndar

c_users_herdis_a_reykjaskoli_1_reykjaskolamot_agust2008_x_dsc08441.jpg

 

JÓDÝ Group

Í sólinni

Í þá gömlu góðu

Strákarnir okkar

Drekkutími fyrir utan Vesturvistina

Ungfrú Reykjaskóli 2008

Gunna Dóra, Bjarki og Herdís

Salurinn

Þorgrímur, Rúni og Sigrún

Hippabandið

Einlægir aðdáendur

 

 


Lokalagið "Geng hér um"

Nú er komið lokalaginu fyrir Reykjaskólamótið okkar.

Þetta er lagið ,,Geng hér um". Lagið sömdu þeir Geir Karlsson og Skúli Þórðarson og var það heldur betur sungið í Reykjaskóla "81-"82. Trúð því, maður opnar bara munninn í upphafsstefninu og kann lagið orð fyrir orð. Ótrúlega skemmtilegt.

Hérna er lagið í flutningi þeirra Hörpu Þorvaldsdóttur og Ragnars Karls Ingasonar, en þau skipuðu Dúettinn Tromp. Lagið kom út á geisladiski sem Dúettinn gaf út árið 1996 og bar nafnið Myndir.

Njótið lokalagsins og spilið út í eitt öll þessi frábæru lög þangað til við sjáumst eldhress ... sum í dag en önnur eftir hádegi á morgun á ólympíuleikum Jódý Group.


Nokkur praktísk atriði ;-)


·         Muna eftir sængurfötum (sæng og koddi og utanum) eða svefnpoka.

·         Vera búin að greiða mótsgjaldið 

·         Þeir sem mæta á föstudag geta farið í sund eða í íþróttasalinn.

·         Eins og komið hefur fram er morgunverður og hátíðarkvöldverður innifalinn í mótsgjaldinu. Ekki eru í boði veitingar í millitíðinni.

·         Morgunverður á laugardagsmorgni frá kl 10:00

·         Koma með góða skapið.

·         Finnið gömlu minningarbækurnar og Reykjaskólabækurnar og hafið með ykkur.

·         Föt til útiveru

·         Betri föt fyrir hátíðarkvöldverðinn

·         Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.


Næsta síða »

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband