Færsluflokkur: Minningarbrot frá Reykjaskóla

Myndir að Westan með kveðju frá Ómari Má Jónssyni í Súðavík

Heil og sæl kæru félagar.

Ég fékk sendan hálfan annan helling af myndum frá félaga mínum Ómari nokkrum Má Jónssyni sveitarstjóra í Súðavík og vitið þið hvað! Hann er ekki eins gráhærður í dag og hann var í denn W00t

hárprúðir          omar mar_

Hér eru nokkrar góðar og restina má sjá hér.

fengum leyfi

gardar-gulli-valli-jon

eyþor

gudrun unnur

harpa

lydur jon

lydur-toti-palli

reykjaskoliaa3aagif

solin sest

steini og eyþor   steini einars

runa

þordur-rafvirkji

anna linda

bjossi

Ægir pall

gummi

svavar   

Takk Ómar minn fyrir myndirnar. Við sjáumst hress og kát í ágúst, ef ekki fyrr.

 


Hljómsveitakeppni í Reykjaskóla

Veturinn 1981-1982 var haldin ALVÖRU hljómsveitakeppni á Stóra-sviðinu í íþróttahúsinu og skemmti ég mér konunglega yfir myndunum sem teknar voru við það tækifæri. Ekki man ég til þess haldnar hafi verið margar æfingarnar a.m.k. ekki hjá minni hljómsveit, sem ég man ekki einu sinni hvað hét, en ég man að þetta var voða gaman. Ég man þó eftir Rokkskessunum sem ég held að hafi unnið þessa "háalvarlegu" hljómsveitakeppni og svo man ég líka eftir Rafmagnsdjöflinum sjálfum Sr Þorgrími og Ragga Kalla sem var á brókinni. Ótrúlegt að skoða þessa myndir og þá helst af honum Ragga Kalla því ég minnist þess ekki að hann hafi verið svona rosalega barnalegur LoL...

Hér eru myndirnar.

Hljómsveitastjórinn Raggi Kalli

Raggi Kalli, Krummi og Eiki

Imba, Anna, Herdís, Linda og Bessý

Júlli, Fenni og Bjarki

Steini, Þorgrímur (Rafmagnsdjöfullinn) og ?

Rokkskessurnar, Sigga, Elfa, Jófríður, Gunnhildur og Jóga

 


Bekkjamyndir frá Reykjaskóla, veturinn 1980 - 1981

Heil og sæl kæru félagar. Hér koma myndirnar frá fyrra árinu 1980 til 1981.

8_bekkur 80-81

8. bekkur
Efsta röð: Jón Gísli Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Lýður Hákonarson, Ómar
Jónsson, Hrefna Kristmundsdóttir, Ægir Páll Friðbertsson, Harpa
Halldórsdóttir, Þórður Víðir Jónsson, Laufey Þorgrímsdóttir, Jóhann
Böðvarsson, Garðar Sigurgeirsson, Guðbrandur Torfason, Eyþór Atli Scott,
Geir Karlsson, Svavar Sigurkarlsson, Guðmundur Gunnar Magnússon
Miðröð: Kristín Ólöf Þórarinsdóttir, Guðrún Gunnsteinsdóttir, Unnur Pálína
Guðmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Salóme Halldórsdóttir
Neðsta röð: Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún
Guðfinnsdóttir, Svanhildur Lýðsdóttir, Laufey Úlfarsdóttir, Unnur Þóra
Skúladóttir, Elínborg Þorsteinsdóttir, Þuríður Björgvinsdóttir

9_X_80-81

9. bekkur X
Efsta röð: Helga Jakobsdóttir, Lilja Jóelsdóttir, Axel Guðni Benediktsson,
Haraldur Snjólfsson, Valgeir Eyjólfsson, Ingi Hjörtur Bjarnason, Bjarnþór
Sigmarsson, Þorvaldur Haraldsson
Miðröð: Jóhanna Árnadóttir, Fríða Torfadóttir, Sigríður Berglind
Snæbjörnsdóttir,  Þóra Einarsdóttir, Guðríður Kristjánsdóttir, Jórunn Anna
Egilsdóttir
Neðsta röð: Sigrún Rut Ragnarsdóttir, Sigurður Rafn Levy, Bergþóra
Þórarinsdóttir, Skjöldur Sigurjónsson,
Guðmundur Magnússon, Alda Berglind Sverrisdóttir

9_Y_80-81

9. bekkur Y
Efsta röð: Sveinbjörn Magnússon, Axel Sigurður Helgason, Sigurður G.
Pálsson, Guðjón Þór Kristjánsson, Vignir S. Maríasson, Helgi Annas Pálsson
Miðröð: Dagbjört Leifsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Jóhann Arnarson,
Magnús Scheving Eyjólfsson, Kristín Pétursdóttir, Hrafnhildur
Vilbertsdóttir,
Neðsta röð: Magðalena K. Jónsdóttir, Sigurdís Erna Guðjónsdóttir, Anna S.
Jónsdóttir, Þórhildur Jónsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Sigríður Halla
Lýðsdóttir,Auðbjörg Jóhannesdóttir

9_Z_80-81

9. bekkur Z
Efsta röð: Halldóra Katrín Guðmundsdóttir, Elsa Hrönn Sveinsdóttir, Steinunn
Kristín Hákonardóttir, Hrönn Stefánsdóttir, Þorleifur Karl Eggertsson,
Sigurjón Kárason, Guðlaugur Agnar Ágústsson, Jónína Rakel Gísladóttir,
Sigurbjörn Á. Gestsson
Miðröð: Hjörtur L. Jóhannsson, Guðni Ásgeirsson, Guðmundur Pálmason, Jóh.
Sigurgeir Jónsson,
Neðsta röð: Kristín Harpa Þráinsdóttir, Bjarki Fransson,Guðlaug
Bjarnadóttir,Ruth Snædahl Gylfadóttir, Árný Skúladóttir

1_bekkur A 80-81

I. A.
Efsta röð: Haukur Blöndal Kjartansson, Kristján Ragnarsson, Ragnar Karl
Ingason, Eiríkur Einarsson, Jón Örn Þórðarson, Ragnar Pálmason, Erik
Pálsson,
Miðröð: Sæunn Sævarsdóttir, Valgerður Ingvadóttir, Gíslína Vilborg
Gunnsteinsdóttir, Guðrún Halla Benjamínsdóttir, Svava Ingimundardóttir,
Neðsta röð:Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Jófríður S. Kristinsdóttir, Ragna
Björk Georgsdóttir,Einar Vignir Sigurðsson

1_bekkur B 80-81

I.B.
Efsta röð: Pétur Sigurvaldason, Júlíus Ólafsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur
Engilbertsson, Daði Bragason, Sigurður Friðriksson, Pétur Jónsson, Rúnar
Guðmundsson, Hrafn Valgarðsson, Aðalsteinn Jakobsson,
Miðröð: Jódís Garðarsdóttir, Magnea Th.Magnúsdóttir, Þórdís Eiríksdóttir,
Elva J. Hreiðarsdóttir
Neðsta röð:Reynir Þórarinsson,Skúli Þórðarson

2_bekkur  80-81

2. bekkur
Efsta röð: Ólöf M. Samúelsdóttir, Guðrún B. Magnúsdóttir, Selma
Svavarsdóttir, Lára Sigurðardóttir,
Miðröð: Jónas Mikael Pétursson, Þórður Stefánsson, Ásgrímur Guðmundsson,
Neðsta röð: Hulda Einarsdóttir, Erna B. Hreinsdóttir, Birna Vilhjálmsdóttir


Didda Jóns, minningarbrot um saklausu sveitastúlkurnar í Reykjaskóla

Undanfarnar vikur hefur hugurinn svo sannarlega oft reikað aftur til þessara ógleymanlegu ára sem maður átti á Reykjaskóla.  Maður sér þessi ár í einhverskonar ævintýraljóma, en undirrituð var þar í heila þrjá vetur.

Einhvern veginn þá er fyrsti veturinn mér minnisstæðastur.  Við vorum fimm stelpur sem komum úr Bæjarhreppnum, en það er sveitin hinum megin við Hrútafjörðinn.  Hinar stelpurnar voru Ólöf, Þura, Ella og Unnur Þóra.  Og hugsið ykkur viðbrigðin að koma úr pínulitlum sveitaskóla og í þessa flóru litríkra furðufugla allsstaðar að af landinu.

Við sveitastelpurnar vorum örugglega svolítið halló, allavegana vorum við það í samanburði við skvísurnar úr Súðavík þær Sallý og Hörpu sem klæddust ægilega fínum tískufötum og voru stríðsmálaðar svo ég tali nú ekki um frænkurnar Guðrúnu Gunnsteins og Unni Pálínu sem voru með skærbláan augnskugga alla daga.  Við urðum frekar hvumsa við þegar við fréttum að þær tvær síðastnefndu væru í raun sveitastelpur eins og við, meira að segja ennþá meiri sveitastelpur því þær komu lengst norðan af ströndum frá mörkum hins byggilega heims, en Hrútafjörður þótti okkur náttúrulega nafli alheimsins.

Ekki má gleyma hinum Hrútfirðingunum úr þessum árgangi þ.e. þeim sem áttu heima Reykjaskólamegin en það voru Jói Bö, Steini Einars, Sigga Gróa og Gunna Jóns, sem reyndar var ári yngri en við en var svo klár í kollinum að hún var færð upp um bekk. 

Þennan fyrsta vetur vorum við saman í herbergi ég, Ella, Þura og Unnur Þóra.  Ég held við höfum átt það allar sammerkt að við vorum óskaplega feimnar og kjarklitlar og vorum frekar litlir bógar ef við áttum að fara að svara fyrir okkur.  Stundum komu stóru strákarnir, svakalegir gæjar í heimsókn og þá flissuðuð við og roðnuðum!  Eitt kvöldið komu nokkrir stórir í heimsókn en einn þeirra var hann Tóti stóri, þið munið eftir honum mjög stór og skapmikill og manni stóð mikill stuggur af honum.  Hann sat á hækjum sér, var að skoða myndir eða eitthvað.  Og hvað haldið þið að litla huglausa stúlkan hún ég hafi gert?  Ég var búin að horfa á afturendann á honum Tóta góða stund, en buxnastrengurinn gapti frá bakinu á honum og sást aðeins glytta í skoruna.  Ég læddi mér aftan að honum og lét gossa heilt vatnsglas niður um strenginn.  Tóti rak upp skaðræðisöskur en kvikindið ég tók á rás og tókst að læsa mig inni á klósetti.  Þar inni húkti ég svo í dágóðan tíma skjálfandi af hræðslu við hefndaraðgerðir Tóta stóra.  Hvað kom mér til þess að framkvæma annað eins er mér algjörlega óskiljanlegt enn þann dag í dag.

Stundum kom líka ónefndur skólabróðir, í dag rúmlega landsfrægur og kenndur við álf nokkurn, stundum kom hann með kærustu með sér í heimsókn til okkar stelpnanna og héldu þau smá sýnikennslu í kossum og keliríi  fyrir okkur sveitastelpurnar, þetta var mjög fræðandi og athyglisvert á allan hátt.

Jú, jú maður var kannski ekki algjör engill og þurfti stundum að sanna sig í augum hinna.  Ég tók til dæmis þátt í tilrunum með "ólögleg vímuefni" á vesturvistinni og játast það hér og nú.  Tilraunin fólst í því að setja bómullarhnoðra sem vættir höfðu verið með spritti á milli tánna.  Kannast einhver við þetta?  Síðan var bara beðið eftir áhrifunum, sem reyndar í okkar tilfelli létu á sér standa.

Vonandi var þetta ekki of langdregið hjá mér.  Hlakka til að heyra fleiri sögur frá sem flestum.

Kveðja til ykkar allra,

Didda Jóns .


Bekkjamyndir frá Reykjaskóla, veturinn 1981-1982

Jæja þá er komið að því ..... bekkjamyndir og nafnalisti frá Gunnu Jóns og ég get svarið það að ég held að við höfum bara ekkert breyst .... a.m.k. ekki við Lóló í 1. B.... Smile... ég er viss um að hann Bjarki bekkjarbróðir okkar hefur verið veikur þegar myndin var tekin, hann er eitthvað svo hræðilega yfirvegaður .....

Njótið elskurnar, fyrra árið kemur seinna.

8. bekkur 81-82

8. bekkur

Efsta röð: Ási,  Bergþór, Björn (Bibbi), Sigurjón, Einar Indriði, Jón
Jónsson, Fjölnir, Oddur, Jóhannes. Miðröð: Lýður,  Brynjólfur (Binni), Ísak,
Rúnar, Ólöf Guðjóns, Fanney, Anna Skúla, Ósk.
Neðsta röð: Jói  Pálma, Jóhanna Guðný, Brynja Georgs, Sigrún Gísla, Jóhanna,
Alda, Adda Klara

9.X 81-82

9. bekkur X

Efsta röð: Óli, Lýður, Jón Gísli, Rabbi, Arnar, Eggert, Gulli, Skúli.
Miðröð: Ólöf, Elínborg, Unnur, Sigga Gróa, Gunna, Þórunn.
Neðsta röð: Anna Kristín, Harpa, Imba, Guðríður.
Vantar: Tínu, Garðar

9.Y 81-82

9. bekkur Y
Efsta röð: Árni, Geir Karls, Steini, Jói, Geir Sveins, Eyþór, Gunnar,
Guðbrandur.
Miðröð: Svanhildur, Laufey, Sallý, Rúna, Hrefna.
Neðsta röð: Hafdís (Hassa), Anna Linda, Þura, Nína.
Vantar: Ómar.

9.Z 81-82

9. bekkur Z
Efsta röð: Steini, Óttar, Einar, Skúli, Arnar, Ægir, Óli.
Miðröð: Bjössi, Didda, Unnur, Gunna, Helga, Tóta Maja, Jón Þór.
Neðsta röð: Linda Björk, Gunna Dóra, Bessý, Habba

1.A 81-82

1. bekkur frh. A.
Efsta röð: Guðjón, Jónína, Guðni, Kalli, Börkur, Helgi.
Miðröð: (Guðmundur) Höður, Gunnar, Harpa, Sigrún, Esther, Anna, Baddi.
Neðsta röð: Gummi, Jóga, Jódís, Jói, Palli

1_B_81-82

1. bekkur frh. B.
Efsta röð: Kata, Helga, Lilja, Anna, Lóló, Herdís.
Miðröð: Þorgrímur, Jói Arnars, Ingi, Bjarki.
Neðsta röð: Sigga Snæ, Daddý, Guðlaug, Gunnhildur, Ruth

2. bekkur 81-82

2. Bekkur frh.
Efsta röð: Böðvar, Erik, Ásgeir.
Miðröð: Sæunn, Elfa, Jófý, Guðrún (Búbba), Þórdís.
Neðsta röð: Mummó, Eiki, Raggi Kalli, Júlli, Krummi.
Vantar: Jónas

 


Gunna Jóns er fundin

Hún Gunna Jóns fannst í Vestmannaeyjum!

Hún er búin að skrifa mér póst, orðin bloggvinur RSK og sendi meira að segja myndir...sem sé fyrirmyndarnemandi í alla staði.

Hún Gunna er yfir félagsráðgjafi í Vestmannaeyjum  ... það er spurning hvort hún hafi fengið áhuga á félagsráðgjöf eftir veruna í Reykjaskóla Whistling....... við verðum að spyrja hana að því í sumar. En eins og hún segir sjálf þá er hún félagsráðgjafi í fullu starfi, húsmóðir í hlutastarfi og móðir í endalausu starfi.

Guðrún Jónsdóttir

Hún Gunna skrifaði þetta skemmtilega minningarblogg

Reykjaskólaendurfundir í sumar

Ég man.... .... snjókast og snjóslagir.... sundlaugarpartý í blíðviðri, hlaupið yfir í matsal á sundfötunum til að fá sér að drekka og svo aftur í sund..... tússlitir settir í hár til að búa til strípur..... bíósýningar, t.d. Ormaflóðið, kokkurinn hótaði að hafa hakk og spaghettí í matinn..... tónleika Utangarðsmanna og Bubba (ég á ennþá eiginhandaráritanirnar)..... frægðarför í Laugardalshöllina þar sem við í ósamstæðum og litríkum fimleikabúningum slógum í gegn undir handleiðslu Jónínu með tónlistina úr Fame dynjandi..... helgarferðir til Reykjavíkur, Hlemmur, 1001 nótt, Vinnufatabúðin og Hallærisplanið..... ég man líka snúðana hans Lóa, bestir í heimi..... eldhúsvaktir þar sem okkur var "kennt" að vaska upp og skúra.... kornfleks og hveitibrauð í morgunmat, til hátíðabrigða á sunnudögum cheerios og jafnvel cocoa puffs, sumir lögðu það á sig að vakna í morgunmat á sunnudögum!..... svínadallurinn sem hirti matarleifarnar eftir okkur... og stöku hnífapör þvældust með..... fyrstu ástina..... fyrstu ástarsorgina..... skólakeppni milli bekkja í handbolta, innanhúsfótbolta, körfubolta og allir tóku þátt.... leiksviðið í salnum, árshátíðir og 1. des. skemmtanir.... andaglas og draugasögur.... svítuna .... jafnvel Smókinn, þó ég byrjaði ekki fyrir alvöru að reykja fyrr en eftir RSK.... lestíma og vistartíma.... klíkur og stéttaskiptingu .....En man einhver eftir mér??

Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir frá Gunnu.

areg ganga ad hvitabjarnarhid

Kokkurinn(hringdans)

Bibbi og Bergþór

Sigga S, Eiki og Daddý

 

joi palma og beggi

 

Sigga Groa og gunna

Ólöf, Sallý og Didda

Vestfirðingarnir ógurlegu


Ég man, Reykjaskólaminningar Hrefnu Gissurar (Höbbu)

Þessar minningar eru ritaðar af því tilefni að þann 9. ágúst n.k ætlar hópur fólks sem voru nemendur á Reykjaskóla í Hrútafirði að hittast. 28 ára afmæli er það kallað (það getur reyndar ekki verið að það sé svo langt síðan) en þetta ár er eitt það skemmtilegasta í mínum minningum.  

Fyrir alveg rosalega mörgum árum (þegar ég var unglingur) :-) (er það SAMT enn) var ég send í , heimavistarskóla vegna þess að ég var víst baldin?óþekk og var á villigötum? ( mamma sagði það) og hvað haldið þið ég var send á Reykjaskóla í Hrútafirði? gjörsamlega á hjara veraldar að mér fannst. Ég hafði að vísu verið í sveit tvö sumur í Hrútafirði (að passa litla stelpu) á bæ sem heitir Markhöfði, rétt hjá Borðeyri. Mér hefur aldrei leiðst jafn mikið á ævinni og þessi tvö sumur. Eina tilbreytingin í mínu lífi þá var að fá að fara með í Kaupfélagið á Borðeyri :-). Á þessu heimili var ekki einu sinni sjónvarp og fékk ég eitt laugardagskvöldið að horfa á sjónvarp á símstöðinni á Brú (einhverri kommúnu þar) :-) en ég var heppin að því leiti að fólkið sem ég var hjá voru frábær og litla stelpan ekki síður, allavega ( þetta var svona útidúr) ég var send á heimavistarskóla.... og leist mér ekkert á það en ákvað að gegna mömmu og pabba.

Fyrsti dagurinn var sá ömurlegasti í mínu minniklukkan 17.30 langaði mig út að reykja rakst þar þá á gamlan mann með skegg (kennari) (hann var ekki svo gamall eftir allt, þetta var sögukennarinn) sem rak mig inn og sagði að mér að fara að  læra?það væri útivistarbann og á þessum tíma ættu allir að vera læra (lestímar, var þetta kallað) ég varð fúl, fór inni í fússi og leið eins og ég væri í fangelsi. Þarna þekkti ég engan og sá ekki tilganginn í því að hanga þarna, langaði heim. það átti eftir að breytast, næstu dagar fóru í að aðlagast og áður en ég vissi af var ég búin að kynnast fullt af skemmtilegum krökkum. Þessi tími er í dag í mínum minningum það skemmtilegasta sem ég hef upplifað auðvitað kom upp heimþrá stöku sinnum en krakkarnir sem voru á þessum stað voru svo frábær.

Auðvitað gerði maður skammastrik ? strauk af vistinni yfir á strákavistina og svo framvegis. Einu gleymi ég aldrei þegar að það átti að vera lestími þá var nokkuð að krökkum inni hjá mér (nefni engin nöfn) allir voru að reykja (sem mátti alls ekki inni á herbergjum) svo sem betur fer voru allir farnir? þegar kennarasveit stormar inn til mín og var þar okkar ástkæra Jónína fremst í flokki (hún bjó nefnilega fyrir ofan mig) hún spyr (frekar pirruð) var verið að reykja hér inni (ég sat þarna ein í þvílíkum reykjamökk) ,,nei sagði ég" ? hvurslags spurning er þetta, Habba ég sé þig varla fyrir reyk ég bý hérna fyrir ofan þig og vil ekki eiga það á hættu að það kvikni í og hvað þá? Hverjir voru með þér? "O.k sagði ég, ég nennti ekki á smókinn svo ég kveikti mér í,,J hverjir voru með þér, enginn var svar mitt. Ég var kölluð til Bjarna skólastjóra og ég stóð við það sem ég sagði, mér var í raun skít sama um allt. So what?? Rekin það var bara kúl. Þannig að ekkert varð úr neinu, þau trúðu mér ekki að ég hefði reykt öll þessi ósköp og vissu að ég var að hilma yfir einhverjum og ekkert varð úr neinu. Ég gerði eftir þetta mikið í því að ögra fólkinu sem bar vissar skyldur yfir mér. Það þykir mér í dag leiðinlegt, en batnandi mönnum er best að lifa.Annað minnisstætt atvik var þegar ég og nokkrar stelpur sem voru á Vesturvistinni (held Linda og Gunna Dóra ) J afsakið stelpur þetta var soldið fyndið. Okkur langaði svo í smók og vildum ekki að fá Jónínu á náttsloppnum niður ákváðum þess í stað að fara inn í skúringarkompu að reykja. Þá fór Gunna Dóra að kenna okkur mjög skemmtilegar vísur (soldið dónó) við gleymdum okkur alveg, sátum þarna og reyktum og sungum klámvísur hástöfum við vorum nýbúnar að drepa í þegar Lói kennari opnar hurðina (frekar fúll en samt alltaf stutt í brosið ) jæja stelpur hvað eru þið að gera, " við syngja,, voruð þið að reykja? " við neeiiii,, ( við vorum sko búnar að drepa í) mjög skemmtileg minning. (Lói var dönskukennari og honum fannst okkar afsökun mjög skemmtileg, en hún var sú að við hefðum verið að æfa okkur fyrir árshátíðina) Þessi skrif  ættu að heita ég man,

Ég man þegar flest allir fengu matareitrun og allur klósettpappírinn kláraðist?

Ég man eftir þeirri stundu að við biðum eftir að heimsendir væri yfirvofandi.

Ég man eftir þegar ég dansaði jazzballet í Laugardalshöll og fimleikaskórnir mínir gáfu sig í miðjum dansi ( þannig að tærnar spruttu fram) stelpurnar sem voru við hlið mér fengu hláturskast en við kláruðum þó.

Ég man eftir snúðunum hans Lóa og þegar strigaskórinn hans Ísaks lenti ofan í miðjum glassúrsfötunni inni í matsal.

Ég man eftir kjúklingnum.

Ég man eftir stráknum sem var alltaf að hringja heim í mömmu sína ??   

Ég man eftir stráknum sem átti flottu lakkskóna (Jón Þór ?)

ég man eftir stórtónleikum Þursaflokksins og þegar Bubbi og Egó kom, ég fékk áritun á brjóstin.

Ég man eftir Diskó-kvöldunum og Badda Diskó. Hippabandið besta hljómsveit sem hefur verið uppi. Söngvarinn ofurflottur þegar hann lá á gólfinu og söng.

Ég man þegar ég var sett í markið þegar spila átti handbolta (hafði aldrei spilað hann áður) ég varð svo fúl yfir öllum mörkunum og þvílíkt hvað sumir voru miklir fantar að skjóta á mig að ég labbaði út í miðjum leik öskureið yfir þessari meðferð.  

Ég man eftir sólríkum dögum þegar við vorum í sundi og hlustuðum á strákana í Hippabandinu spila í vinstra horninu.

Ég man eftir skemmtilegum samræðum sem ég átti við stelpurnar á Vesturvistinni. 

Á Reykjaskóla kynntist ég ástinni. Ég kynntist manninum mínum. Í dag erum við gift og eigum þrjú börn. Árið eftir að ég var í Hrútafirði þá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég fór í FB. Þar voru margir krakkar sem höfðu verið með mér á Reykjum. Það myndaðist góður vinahópur ( sérstaklega strákarnir) sem voru duglegir að koma í heimsókn. Þá gaf ég þeim yfirleitt eitthvað að borða. Pönnukökur voru mjög vinsælar. Dæmigert símtal ,, Habba við erum að koma, getur þú búið til fyrir okkur pönnukökur" Ég bjó á Arahólum og það voru nokkuð mörg góð partí haldin þar. Nágrönnum mínum líkaði ekki þetta framferði. Eitt kvöldið gengum við um stórt svæði Breiðholts þar sem góðir músíkkantar spiluðu á gítar og strollan á eftir söng hástöfum Bubba lög. Eftir þetta  tónleikaferðalag var farið upp í íbúð og eitthvað gott mallað. Sumir fengu stundum að gista. Þetta var ekkert mál. Þetta voru allt vini mínir. Síðan skyldust leiðir. Ég flutti vestur á firði til Arnars og þá datt allt niður. Það er mjög eðlilegt ferli að leiðir skiljast með árunum en þetta var svo gaman og hef oft hugsað til þessa tíma með mikilli eftirsjá. Þetta voru góð ár. Ég vona svo að heilum hug að ég komist á Reykjskólamótið þann 9.ágúst n.k. ég er vissulega farin að plana það en það er þó ekki pottþétt.

Kveðja Habba.

p.s ég á svo margar minningar að þær rúmast á 20 blöð og fulla Reykjaskólamöppu af ljósmyndum J


Nýjar gamlar myndir

Heil og sæl kæru félagar

Hippabandið

Nú hefur nýju albúmi verið bætt við með myndum frá skólaárinu 1981-1982.

Við treystum á ykkur. Drífið ykkur nú í geymsluna og safnið saman Reykjaskólamyndum ykkar, sem eru örugglega staðsettar í innsta kassanum í efstu hillunni við hliðina á bláa fótanuddtækinu og sendið okkur þær á  reykjaskoli@gmail.com 


Lestímar

 Sæl öll! 

Þá hafa okkar ástkæru fyrrverandi kennarar fengið send bréf þar sem þeir eru boðnir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldunum næsta sumar. Þar segir m.a:

 Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að mæta á staðinn og taka þátt í gleðinni með okkur. Það skal tekið fram að engar kröfur verða gerðar til þín af okkar hálfu um að þú rifjir upp gamalt starf. Þú þarft því ekki að:

  • reyna að troða vitsmunum í hátíðargesti
  • hafa umsjón með lestíma
  • koma í veg fyrir samskipti kynjanna á vistum
  • koma fyrrverandi nemendum í háttinn á skikkanlegum tíma

…….  og svo mætti lengi telja.          

                                                   Nefndin


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband