14.2.2008 | 11:59
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár!
Kæru bekkjar- og skólasystkin!
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár.
Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.
Hátíðin verður haldin að Reykjum í Hrútafirði og hefst formlega kl. 12:00 á hádegi laugardagsins 9. ágúst á erindi Ragnars Karls Ingasonar formanns hátíðarnefndar.
Skipuleg dagskrá verður á laugardeginum, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka.
Nánari upplýsingar um dagskrá, gistingu og annað má nálgast á eftirfarandi slóð:
Með kærri kveðju frá Hátíðarnefndinni
Bjarki Franzson
Dagbjört Hrönn Leifsdóttir
Eiríkur Einarsson
Ragnar Karl Ingason
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Athugasemdir
Sælt veri fólkið
hvar get ég nálgast upplýsingar um dagskránna, gistingu og fl.?
Það er ekki nein eftirfarandi slóð
kv. Beggi s: 8245315 / 8232273
Bergþór Grétar Böðvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:13
Frábært framtak, svo ekki sé nú meira sagt.
Kveðja
Adda
andrea (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.