28.2.2008 | 12:20
Frá nefndinni
Komið þið öll sæl og blessuð.
Þá er búið að senda nánast öllum Reykjaskólanemendum 80 til 82 bréf, alls 172 stk en þó eru nokkrir sem búsettir eru erlendis. Nöfn þeirra verða birt áður en langt um líður þannig ef einhver skyldi vera í sambandi við viðkomandi getur hann látið vita.
Eins munu kennarar fá bréf en þeir eru auðvitað velkomnir.
Það hefur margt breyst á Reykjaskóla síðan við vorum þar í gamla daga.
Í dag eru tvenn hjón sem að reka staðinn, þau Þorvarður Guðmundson og Ingunn Pedersen ásamt Karli Örvarssyni og Halldóru Árnadóttir. Á veturnar eru starfræktar skólabúðir en á sumrin eru haldin ættarmót og mannfagnaðir af öllum stærðum og gerðum. http://www.skolabudir.is/
En aðeins af helginni sjálfri. Formlega mun hátíðin byrja kl:12:00 á hádegi á laugardeginum en þeir sem vilja geta mætt á föstudeginum. Við munum fá afnot af sundlaug, íþróttasal, matsal og auðvitað svefnaðstöðu og allt verður þetta á hóflegu verði en verðlisti verður birtur síðar.
Þegar nær dregur verður nauðsynlegt að tilkynna þátttöku bæði í gistingu og mat.
En nóg í bili, takið helgina endilega frá og mætið hress og kát.
Athugasemdir
Heil og sæl Bjarki, Daddý, Eiki, Raggi Kalli og Sigga, þið eruð frábær
.
Kærar þakkir fyrir framtakið, ég mæti í Reykjaskóla í sumar, ekki spurning.
Eigum við ekki að safna myndum??? ég gæti nú skannað nokkrar góðar og sent Reykjaskólanetsíðustjóra.
Kveðja, Herdís Sigurjóns (1981-1983) frá Siglufirði, sem býr nú í Mosfellsbæ
Herdís Sigurjónsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:48
VÁ,VÁ,VÁ takk fyrir bréfið kæru skólasystkini, mikið hlakkar mig til. Þetta verður flottasta og æðislegasta afmælisveisla sem ég hef átt, ég trúi ekki á neinar tilviljanir
. Ég á líka nokkrar myndir í flottasta albúmi sem til er, flestar í svart/hvítu. Kærar kveðjur/ hilsen úr hólminum Habba
Habba (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:22
Hæ, takk æðislega fyrir bréfið. Er búinn að bíða eftir þessu spenntur. Það verður gaman að hitta gamla skólafélaga. Frábært framtak
Bestu kveðjur,
Jón Þór
Selfossi
jón þór Antonsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:31
Þetta verður rosalega skemmtilegt fyrir ykkur. Munið að taka fullt af myndum. Ég er að reyna að finna dansatriðið í sjónvarpinu en það er flóknara en ég hélt.
Verð samt í bandi ef það gengur.
Það er svo gaman að heyra frá ykkur. Ég á fullt af myndum ef þið viljð nálgast þær hjá mér.
kær kveðja,
Jónína Ben
sími 8224844
Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:38
Heil og sæl aftur
Það er kannski óþarfi að fara að bæta á ykkur vinnu. Ef þið viljið þá er ég alveg til í að safna saman myndum frá þessum árum og setja saman Reykjaskólamyndband fyrir mótið í sumar, það væri bara gaman.
Netfangið mitt er hes15@hi.is
Ég ætla að setja inn nokkrar myndir sem ég fann frá þessum árum á heimasíðuna mína
......
Herdís Sigurjónsdóttir, 29.2.2008 kl. 09:01
Halló þetta er alveg férbært hjá ykkur nefnd
að drífa í þessu ,og fer ég strax að láta mig hlakka til. En mer finnst alveg ótrúlegt að það sé kominn 28 ár
Unnur Pálína (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:38
28 ár vááaaaaaaaaaaa
Þetta er frábært hjá ykkur. þetta verður bara gaman.
Búin að taka þessi helgi frá, ekki spurning
Hrefna Guðný (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:28
Ja há. Dugnaðurinn í sumum.
Kærar þakkir fyrir bréfið og boðið. Þetta hljómar vel. Auðvitað mætir maður.
gudrun@vestmannaeyjar.is
Guðrún Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 09:00
Halló allir
Já loksins er að koma að þessu, ég er búin að bíða og bíða....Tek helgina frá og mæti, hlakka til að sjá ykkur öll og rifja upp skemmtilegar stundir
Bestu kveðjur Sallý
Salóme Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:54
Sæl öll,
Þetta er flott framtak. Verður gaman að hitta skólafélagana og rifja upp fjörmiklar stundir í Reykjaskóla forðum... :-)
Það hlýtur að vera til mikið safn af myndum, þar sem það var framköllunarherbergi á staðnum. Ég skal líta í safnið og sjá hvort ég finni ekki nokkrar góðar myndir til að senda á þig Herdís.
Kær kveðja,
Ómar Már
Ómar Már Jónsson, 13.3.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.