56 dagar í Reykjaskólahátíðina

Heil og sæl kæru Reykjaskólasystkin.

það eru einungis 56 dagar í hátíðina góðu. Innlit á Reykjaskólasíðunni benda til þess að áhugi sé fyrir því að hitta gömlu skólafélagana í Reykjaskóla í byrjun ágúst. Það gæti nú líka gaman ef fólk kvittaði fyrir innlit við færslurnar og ég tala nú ekki um ef þið gætuð sent mér gullkorn og myndir frá Reykjaskólaárunum. Anna hvort á reykjaskoli@gmail.com eða hes15@hi.is.

Heyrst hefur að Hippabandið sé í æfingarbúðum og verður gaman að heyra í þeim "gömlu"

En praktísk frá Hátíðarnefndinni:

Nú viljum við biðja þá sem ætla að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum að skrá sig á reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í.

Í framhaldi af því færð þú sendan tölvupóst þar sem tilgreindur er kostnaður og reikningsnúmer sem þú þarft að leggja inn á.

Síðasti skráningardagur er 1. ágúst og við viljum ítreka að allan kostnað þarf að greiða fyrirfram.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um hvort það sé mögulegt að fá að sofa í gömlu herbergjunum. Það er velkomið en reglan er sú að fyrstur kemur, fyrstur fær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband