14.6.2008 | 23:27
Gunna Jóns er fundin
Hún Gunna Jóns fannst í Vestmannaeyjum!
Hún er búin að skrifa mér póst, orðin bloggvinur RSK og sendi meira að segja myndir...sem sé fyrirmyndarnemandi í alla staði.
Hún Gunna er yfir félagsráðgjafi í Vestmannaeyjum ... það er spurning hvort hún hafi fengið áhuga á félagsráðgjöf eftir veruna í Reykjaskóla ....... við verðum að spyrja hana að því í sumar. En eins og hún segir sjálf þá er hún félagsráðgjafi í fullu starfi, húsmóðir í hlutastarfi og móðir í endalausu starfi.
Hún Gunna skrifaði þetta skemmtilega minningarblogg
Reykjaskólaendurfundir í sumar
Ég man.... .... snjókast og snjóslagir.... sundlaugarpartý í blíðviðri, hlaupið yfir í matsal á sundfötunum til að fá sér að drekka og svo aftur í sund..... tússlitir settir í hár til að búa til strípur..... bíósýningar, t.d. Ormaflóðið, kokkurinn hótaði að hafa hakk og spaghettí í matinn..... tónleika Utangarðsmanna og Bubba (ég á ennþá eiginhandaráritanirnar)..... frægðarför í Laugardalshöllina þar sem við í ósamstæðum og litríkum fimleikabúningum slógum í gegn undir handleiðslu Jónínu með tónlistina úr Fame dynjandi..... helgarferðir til Reykjavíkur, Hlemmur, 1001 nótt, Vinnufatabúðin og Hallærisplanið..... ég man líka snúðana hans Lóa, bestir í heimi..... eldhúsvaktir þar sem okkur var "kennt" að vaska upp og skúra.... kornfleks og hveitibrauð í morgunmat, til hátíðabrigða á sunnudögum cheerios og jafnvel cocoa puffs, sumir lögðu það á sig að vakna í morgunmat á sunnudögum!..... svínadallurinn sem hirti matarleifarnar eftir okkur... og stöku hnífapör þvældust með..... fyrstu ástina..... fyrstu ástarsorgina..... skólakeppni milli bekkja í handbolta, innanhúsfótbolta, körfubolta og allir tóku þátt.... leiksviðið í salnum, árshátíðir og 1. des. skemmtanir.... andaglas og draugasögur.... svítuna .... jafnvel Smókinn, þó ég byrjaði ekki fyrir alvöru að reykja fyrr en eftir RSK.... lestíma og vistartíma.... klíkur og stéttaskiptingu .....En man einhver eftir mér??
Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir frá Gunnu.
Flokkur: Minningarbrot frá Reykjaskóla | Breytt 15.6.2008 kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.