Glataðar sálir og vondir draumar!

Gaman þegar við í hátíðarnefndinni fáum póst eftir krókaleiðum og liggur við allri ævisögu viðkomandi.

·         Við getum sagt ykkur frá því að Alli Jakobs  vaknaði við vondan draum lengst í einhverjum afdal úti á landi  á harðri tjalddýnunni og sendi hugskeyti til bróður síns og bað hann að ganga frá áríðandi máli þ.e skráningu og greiðslu fyrir Reykjaskólamótið.  Engar nettengingar þar, né símasamband. (Alli mundu að borga bróður þínum.....)

·         Palli Fanndal og Einar Sveins eru glataðar sálir sem fundið hafa vegin að nýju og eru því búnir að skrá sig til leiks og lofa að hegða sér vel á stelpuvistinni. 

·         Svo fréttum við af Helgu Jakobs sem ætlar að stelast af ættarmótinu á Hvammstanga og koma við á laugardag til okkar á Reykjaskóla.  Við pössum bara uppá að hún fari ekkert aftur á þetta ættarmót því okkar mót er ólíkt skemmtilegra!

Við bætum við nöfnum við  skráningarlistann hér fyrir neðan - fylgist með. Sá sem verður númer 80 á von á góðum glaðningi!

Góða ferðahelgi,

Hátíðarnefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæru félagar voruð þið búin að átta ykkur á því að það eru bara 5 dagar þangað til við hittumst?

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband