Kveðja frá Palla Fanndal og ljósbláa vísan

Heil og sæl

Jæja þá er maður farin að sjá til sólar aftur eftir einstaklega dimman sunnudag (byrjaði að þynnast upp á Holtavörðuheiðinni).

Frábært í alla staði, skipulagningin þannig að Þjóðverji hefði skammast sín.
Vegna fjölda áskorana höfum við í ljósbláa liðinu ákveðið að gefa ljóðið okkar úr ratleiknum út hér á netinu og kemur vísan hér að neðan. Enn og aftur takk kærlega fyrir mig.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

 
Kv

Palli Fanndal

Ps.

Skilaboð til Jónasar

Jónas, ég á eftir að gera upp sakir við þig vegna búferlaflutninganna sem þú framkvæmdir á laugardaginn. Herbergi 40 er mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Hér kemur dökkbláa vísan.  Ég sé að Beggó hefur sett vísu gula liðsins í athugasemdafærslu hér fyrir neðan, kannski við ættum að hafa þær allar í sömu færslunni?

Any way, þetta var ljóðsnilldin okkar:

Allar stundir okkar hér

er svo ljúft að muna

manst' ekki samt eftir mér?

þó að ég sé orðin sver

þú varst alltaf pínu þver

en ég man varla eftir þér

TAKK FYRIR SAMVERUNA!

Í dökkbláa liðinu voru auk mín;

Ruth, Sæunn, Sigrún, Jón Þór, Garðar, Ómar, Ásgeir og svo fengum við liðsinni Önnu Lindu við línudansinn

Smá orðsending til gula liðsins:  Það var auðvitað ekki nóg fyrir ykkur að hafa rangt við með því að reyna að brjóta eggið okkar, ha?  Þið þurftuð líka að klaga í kennarann?  Annars áttum við ekki brotnu eggjaskurnina sem Jói fann, held að hænurnar hafi bara farið á flakk niður í fjöru

Guðrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:23

2 identicon

Mikið rosalega var gott að gista á herbergi 40 og rifja upp allar gömlu og góðu minningarnar . Viljum þakka Palla höfðingskapinn fyrir að eftirláta okkur herbergið vildum ekki taka sénsinn á herbergi 38.

Kveðja frá væntanlegum brúðhjónum

Jónas og Svava (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband