Reykjaskólavísur

Hér eru vísurnar góðu sem urðu til í ratleiknum....  Wink.

Sendið vísurnar á hes15@hi.is og eins hverjir voru í liðinu.

Ljósbláa vísan

Oft var fjör á Reykjaskóla

í hausnum okkar enginn glóra.

Engum leyfðist hér að slóra,

hér var mikil mannlífsflóra

Merkilegt að við skyldum tóra.

Í ljósbláa liðinu voru;Palli Fanndal, Skjöldur, Bjarki, Linda Stefáns, Jónas, Svava og ?

Dökkbláa vísan

Allar stundir okkar hér

er svo ljúft að muna

manst' ekki samt eftir mér?

þó að ég sé orðin sver

þú varst alltaf pínu þver

en ég man varla eftir þér

Í dökkbláa liðinu voru; Gunna Jóns, Ruth, Sæunn, Sigrún, Jón Þór, Garðar, Ómar, Ásgeir og svo fengum við liðsinni Önnu Lindu við línudansinn Smile

Smá orðsending til gula liðsins:  Það var auðvitað ekki nóg fyrir ykkur að hafa rangt við með því að reyna að brjóta eggið okkar, ha?  Þið þurftuð líka að klaga í kennarann?  Annars áttum við ekki brotnu eggjaskurnina sem Jói fann, held að hænurnar hafi bara farið á flakk niður í fjöru Whistling

Gula vísan

Hér stöndum við og getum ekki annað.

Hér er gott að vera,

við gerðum allt sem okkur var bannað

nema að horfa á beljurnar bera.

Í gula liðinu voru; Beggi, Sallý, Sigga, Haddú, Kalli, Adda, Valli og Tóti.

Hvíta vísan
Vísa 1 (fyrir drykk(i)):
Góða vísu gjöra skal
gengur vel í hópnum.
Eigum ekki þar um val
endum öll á smóknum.


Önnur er svona (eftir nokkra bjóra hittumst við nefnilega aftur)
Ef þú svafst á strákavist
sældardvöl það eivar.
Ofbeldi á hurðum tíðkaðist
annars sváfu allir yfir sig.

Kveðja, Guðlalug (mikið hrikalega var þetta skemmtileg helgi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Í gula liðið vantar Tóta....en hvernig er það hefur enginn sent myndir ennþá?? ég fer í það næstu daga að senda eitthvað af mínum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband