Reykjaskólalagið okkar "Geng hér um" fáanlegt á CD

Hápunktur helgarinnar (náttúrulega tómir hápunktar frá A-Ö en.....) var klárlega að mínu mati þegar við stóðum í salnum og sungum með Hippabandinu öll frábæru lögin okkar. Lögin sem við sungum um árið og var magnað hvað maður kunnu enn af textunum.

Þegar Raggi Kalli sendi mér diskinn sinn Myndir sem hann gaf út árið 1996 ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur, þá missti ég mig í spileríi, en á þeim diski var einmitt lagið "Geng hér um" sem þeir Geir Karls og Skúli Þórðar sömdu. Líkt og ég sagði í færslunni með lokalaginu "Geng hér um" þá byrjuðu fyrstu tónarnir og svo bara kom textinn ...

Ég spurði Ragga Kalla um helgina hvort hann ætti ekki fleiri diska en þennan sem hann lét mig hafa, því ég var viss um að fleiri en ég vildu eignast diskinn Myndir með "Geng hér um" og fleiri góðum. Hann sagði svo vera Happy ef fólk bæði hann voða fallega. Þannig að eg þið hafið áhuga á að eignast diskinn góða getið þið sett ykkur í samband við hann í ragnkarl@simnet.is eða reykjaskoli@gmail.comog hann selur ykkur disk á sanngjörnu verði og sendir um hæl í sniglapósti. Þá loksins getið þið misst ykkur í Reykjaskólaminningunum (svona ef þið hafði ekki gert það nú þegar) og spilað diskinn og sungið með um leið og þið skoðið Reykjaskólamyndirnar. 

Myndir

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Jæja krakkar. ......

á ekkert að senda inn fleiri myndir?  Ég sá sko alveg fleiri en Herdísi með myndavél þarna.

Guðrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband