Færsluflokkur: Lífið eftir Reykjaskóla

Gummi Magg, giftingin og mótorhjólið

Þann 6. júní var hér á síðunni birt frétt um nýjustu Reykjaskólahjónin, þau Jónínu Hafdísi og Gumma Magg. Frést hafði að Gummi hefði keypt sér mótorhjól og voru skiptar um það hvort mótorhjólakaupin tengdust eingöngu þessum dæmigerða gráa fiðringi sem hrjáir jafnan menn á hans aldri Whistling eða hvort þetta hefði eitthvað með giftinguna að gera og var Gummi beðinn um nánari skýringar.

Hér birtist svar Gumma.

8.6.2008 | 21:46

Getur ógift kona orðið ekkja?

Fólk hefur verið að spekulera í því hverju það er mynd af mótorhjóli með myndum úr giftingunni. Það er nú bara þannig að ég hafði verið fyrir þvílíkum þrýstingi að koma mér í hnapphelduna að það var allt notað á mig.Þið skuluð ekki halda það að ég hafi verið eitthvað hræddur við að kvænast Jónínu, heldur var það að fínna tíma. En ég hef lagt það í vana minn að láta það bíða sem má bíða og þetta mál komst aldrei á topp fimm fyrr en í mars sl. þegar málið fór í fyrsta sæti bara kvist bang búmm. Ég láði mál á því heima að vegna anna og snjóleysis, gæti ég ekkert notað sleðann og væri að íhuga að fá mér mótorhjól. Var það gripið með de samme hjá Jónínu og samþykkti hún það með því skilyrði að ég hjólaði ekkert fyrr en við værum gift. Því ógift gæti hún ekki orðið ekkjaW00t. En það var trúin á mínu aksturslagi. En með þetta samþykki fór ég og pantaði hjól og sagði að það lagi ekkert á. En viti menn, rétt fyrir páska datt ég um þetta fína hjól,eins og ég pantaði, verslaði það og hefur það staðið inní skúr og var ekki hreyft fyrr en 31 maí sl. Það skal tekið fram að ég fékk að velja daginn og þó svo að hjólið hefði staðið í einhverjar vikur þá valdi ég dag sem á ekki vera hægt að gleyma. Jónína á nefnilega afmæli þann 30 og það ætti að vera farið að síast inní mig eftir 26 ár í sambúð.

En brúðkaupsdagurinn var bara frábær. Við fórum til fógeta og var það mun formlegra en ég hafði reiknað með. Kristjana sagði að þetta hafði ekki verið ekta, því það var ekki í kirkju. Svo fórum við á Sögu og borðuðum það og gistum um nóttina. Sjöfn fannst alveg frábært að rölta bara yfir götuna til að fara í 10 bíó.

Svo erum við á leiðinni til Danmerkur á foreldradag í skólanum hjá Báru og verður afrakstur vetrarins sýndur þar. Það hefur verið upplifelsi hjá henni að kynnast heimavistaskóla og að komast að því að trúleg hefur hún sótt um vitlausan skóla. Þegar hún fór að kynnast krökkunum kom í ljós að dönsku krakkarnir höfðu allir verið sendir í þennan skóla vegna ýmissa mála, misnotkunar, eiturlyfjaneyslu, rekinn að heiman eða bara eitthvað annað. Fannst þeim undarlegt að hún hafi viljug sótt um. En það verður gaman að koma út að hitta nýju vinina hannar. Eða þá sem er ekki búið að vísa úr skólanum.Frown

_______________________________________________

Já ekki hefði ég viljað missa af þessu heimavistarlífi okkar í Reykjaskóla fyrir nokkurn mun og ég er alveg 110% viss um að ég sótti ekki um vitlaustan skóla Grin..... 


Bara Jón maður síðasta mánaðar

Ég fór í smá rannsóknarleiðangur á veraldarvefnum og fann þessa líka áætu heimasíðu um Reykjaskóla sem Pétur Jónsson bekkjarbróðir okkar Guðlaugar Bjarna frá skólaárinu 1982-1983 og tiltölulega nýfundinn frændi minn setti upp í tengslum við byggðasafnið að Reykjum um síðustu aldamót .......

Pétur minn það væri nú gaman að halda áfram með þessa síðu, kannski hægt að fá aðstoð frá manni síðasta mánaðar Smile.

____________________________________________________

Svo skrifaði elsku Pétur 

Á sínum tíma skipuðu héraðsskólarnir sem staðsettir voru um allt land mikilvægan hlekk í mennta- og menningarlífi landsins. Einn af þessum skólum var Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði eða Reykjaskóli eins hann var kallaður í daglegu tali. Í hugum flestra þeirra sem voru nemendur við skólann eða tóku á einhvern hátt þátt í starfi hans lifa ógleymanlegar minningar um atburði, samferðafólk og vináttubönd sem þau bundu í Reykjaskóla á sínum tíma. 

Með uppsetningu þessarar heimasíðu um Reykjaskóla er gerð tilraun til að halda á lofti minningu skólans og vinna að því að hið merka menningarstarf skólans gleymist ekki heldur verði gerð tilhlýðileg skil í framtíðinni.

Maður síðasta mánaðar

Maður mánaðarins hefur enn þá ekki verið verið kosinn. En maður síðasta mánaðar var  Bara-Jón eða Jón Jónsson frá Steinadal í Kollafirði. Drengurinn er fæddur þann 5. apríl  1968. Auk þess að vera drengur góður er Bara Jón valinn maður mánaðarins fyrir þann dug og djörfung að synda gegn öllum landsbyggðarstraumnum og flytja norður á Strandir með stóra fjölskyldu og framsækið fyrirtæki  Jón kom að skólanum haustið 1981 og ekki er hægt að segja að staulinn hafi verið mikill fyrir mann að sjá við komuna að skólann. En það má reyndar telja honum til tekna að hafa verið ári yngri en flestir bekkjarfélagarnir. 

Jón er útskrifaður þjóðfræðingur frá Háskóla Íslands, auk þess sem hann stundar mastersnám í sagnfræði í frístundum.

____________________________________________________

.......... og enn lifir Bara Jón (sem er líka frændi minn) óuppfærður á Reykjaskólavefnum.

En allt er þetta satt og rétt og hef ég fylgst með honum Jóni í gegnum árin og veit að hann hefur líka afrekað ýmislegt annað, enda sannur galdrakarl af Ströndum. Hann kláraði meistaranámið árið 2006 og er greinilegt að Strandaloftið fer vel í karlinn því hann er með langan afrekalista og er m.a. ritstjóri og ábyrgðarmaður hinnar vinsælu heimasíðu Strandir.is, heldur þessari úti um sig og sína og þessari um Ferðaþjónustuna sína að Kirkjubóli.

kv, Herdís frænka

Hér er "smá" ítarefni sem síðast var uppfært fyrir ári síðan og birtist á ReykjavíkurAkademíunni.


Ný Reykjaskólahjón, Jónína Hafdís og Gummi loksins búin að gifta sig

Frú Jónína Hafdís og Gummi nýgift á Grillinu
Eftir því sem ég kemst næst eru þau vinir mínir Jónína Hafdís og Gummi Magg nýjustu hjónin í Reykjaskólahópnum, en þau giftu sig fyrir viku síðan. Það er nú samt ekki svo að þau hafi verið að byrja saman í gær... ekki aldeilis! En það er nú samt merkilegt hvað þau hafa lítið breyst Whistling.
jonina_gummi
Ég heyrði því fleygt að Gummi væri kominn með gráa fiðringinn og búinn að kaupa sér mótorhjól... er þetta rétt Gummi eða hefur þetta eitthvað með giftinguna að gera?
Til hamingju kæru hjón, ég veit hvert þið getið farið í brúðkaupsferð InLove... þið eruð bara svona tvo tíma að keyra og getið gist á strákavistinni eða í gamla herberginu okkar Jónínu á efstu vistinni LoL.
kveðja, Herdís Sigurjóns, sérlegur aðstoðarmaður orkuboltanna í Hátíðarnefndinni

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband