Gummi Magg, giftingin og mótorhjólið

Þann 6. júní var hér á síðunni birt frétt um nýjustu Reykjaskólahjónin, þau Jónínu Hafdísi og Gumma Magg. Frést hafði að Gummi hefði keypt sér mótorhjól og voru skiptar um það hvort mótorhjólakaupin tengdust eingöngu þessum dæmigerða gráa fiðringi sem hrjáir jafnan menn á hans aldri Whistling eða hvort þetta hefði eitthvað með giftinguna að gera og var Gummi beðinn um nánari skýringar.

Hér birtist svar Gumma.

8.6.2008 | 21:46

Getur ógift kona orðið ekkja?

Fólk hefur verið að spekulera í því hverju það er mynd af mótorhjóli með myndum úr giftingunni. Það er nú bara þannig að ég hafði verið fyrir þvílíkum þrýstingi að koma mér í hnapphelduna að það var allt notað á mig.Þið skuluð ekki halda það að ég hafi verið eitthvað hræddur við að kvænast Jónínu, heldur var það að fínna tíma. En ég hef lagt það í vana minn að láta það bíða sem má bíða og þetta mál komst aldrei á topp fimm fyrr en í mars sl. þegar málið fór í fyrsta sæti bara kvist bang búmm. Ég láði mál á því heima að vegna anna og snjóleysis, gæti ég ekkert notað sleðann og væri að íhuga að fá mér mótorhjól. Var það gripið með de samme hjá Jónínu og samþykkti hún það með því skilyrði að ég hjólaði ekkert fyrr en við værum gift. Því ógift gæti hún ekki orðið ekkjaW00t. En það var trúin á mínu aksturslagi. En með þetta samþykki fór ég og pantaði hjól og sagði að það lagi ekkert á. En viti menn, rétt fyrir páska datt ég um þetta fína hjól,eins og ég pantaði, verslaði það og hefur það staðið inní skúr og var ekki hreyft fyrr en 31 maí sl. Það skal tekið fram að ég fékk að velja daginn og þó svo að hjólið hefði staðið í einhverjar vikur þá valdi ég dag sem á ekki vera hægt að gleyma. Jónína á nefnilega afmæli þann 30 og það ætti að vera farið að síast inní mig eftir 26 ár í sambúð.

En brúðkaupsdagurinn var bara frábær. Við fórum til fógeta og var það mun formlegra en ég hafði reiknað með. Kristjana sagði að þetta hafði ekki verið ekta, því það var ekki í kirkju. Svo fórum við á Sögu og borðuðum það og gistum um nóttina. Sjöfn fannst alveg frábært að rölta bara yfir götuna til að fara í 10 bíó.

Svo erum við á leiðinni til Danmerkur á foreldradag í skólanum hjá Báru og verður afrakstur vetrarins sýndur þar. Það hefur verið upplifelsi hjá henni að kynnast heimavistaskóla og að komast að því að trúleg hefur hún sótt um vitlausan skóla. Þegar hún fór að kynnast krökkunum kom í ljós að dönsku krakkarnir höfðu allir verið sendir í þennan skóla vegna ýmissa mála, misnotkunar, eiturlyfjaneyslu, rekinn að heiman eða bara eitthvað annað. Fannst þeim undarlegt að hún hafi viljug sótt um. En það verður gaman að koma út að hitta nýju vinina hannar. Eða þá sem er ekki búið að vísa úr skólanum.Frown

_______________________________________________

Já ekki hefði ég viljað missa af þessu heimavistarlífi okkar í Reykjaskóla fyrir nokkurn mun og ég er alveg 110% viss um að ég sótti ekki um vitlaustan skóla Grin..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með áfangann !!! já og hjólið. Sjáumst vonandi á RSK í sumar.

Imba (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband