Bara Jón mađur síđasta mánađar

Ég fór í smá rannsóknarleiđangur á veraldarvefnum og fann ţessa líka áćtu heimasíđu um Reykjaskóla sem Pétur Jónsson bekkjarbróđir okkar Guđlaugar Bjarna frá skólaárinu 1982-1983 og tiltölulega nýfundinn frćndi minn setti upp í tengslum viđ byggđasafniđ ađ Reykjum um síđustu aldamót .......

Pétur minn ţađ vćri nú gaman ađ halda áfram međ ţessa síđu, kannski hćgt ađ fá ađstođ frá manni síđasta mánađar Smile.

____________________________________________________

Svo skrifađi elsku Pétur 

Á sínum tíma skipuđu hérađsskólarnir sem stađsettir voru um allt land mikilvćgan hlekk í mennta- og menningarlífi landsins. Einn af ţessum skólum var Hérađsskólinn ađ Reykjum í Hrútafirđi eđa Reykjaskóli eins hann var kallađur í daglegu tali. Í hugum flestra ţeirra sem voru nemendur viđ skólann eđa tóku á einhvern hátt ţátt í starfi hans lifa ógleymanlegar minningar um atburđi, samferđafólk og vináttubönd sem ţau bundu í Reykjaskóla á sínum tíma. 

Međ uppsetningu ţessarar heimasíđu um Reykjaskóla er gerđ tilraun til ađ halda á lofti minningu skólans og vinna ađ ţví ađ hiđ merka menningarstarf skólans gleymist ekki heldur verđi gerđ tilhlýđileg skil í framtíđinni.

Mađur síđasta mánađar

Mađur mánađarins hefur enn ţá ekki veriđ veriđ kosinn. En mađur síđasta mánađar var  Bara-Jón eđa Jón Jónsson frá Steinadal í Kollafirđi. Drengurinn er fćddur ţann 5. apríl  1968. Auk ţess ađ vera drengur góđur er Bara Jón valinn mađur mánađarins fyrir ţann dug og djörfung ađ synda gegn öllum landsbyggđarstraumnum og flytja norđur á Strandir međ stóra fjölskyldu og framsćkiđ fyrirtćki  Jón kom ađ skólanum haustiđ 1981 og ekki er hćgt ađ segja ađ staulinn hafi veriđ mikill fyrir mann ađ sjá viđ komuna ađ skólann. En ţađ má reyndar telja honum til tekna ađ hafa veriđ ári yngri en flestir bekkjarfélagarnir. 

Jón er útskrifađur ţjóđfrćđingur frá Háskóla Íslands, auk ţess sem hann stundar mastersnám í sagnfrćđi í frístundum.

____________________________________________________

.......... og enn lifir Bara Jón (sem er líka frćndi minn) óuppfćrđur á Reykjaskólavefnum.

En allt er ţetta satt og rétt og hef ég fylgst međ honum Jóni í gegnum árin og veit ađ hann hefur líka afrekađ ýmislegt annađ, enda sannur galdrakarl af Ströndum. Hann klárađi meistaranámiđ áriđ 2006 og er greinilegt ađ Strandaloftiđ fer vel í karlinn ţví hann er međ langan afrekalista og er m.a. ritstjóri og ábyrgđarmađur hinnar vinsćlu heimasíđu Strandir.is, heldur ţessari úti um sig og sína og ţessari um Ferđaţjónustuna sína ađ Kirkjubóli.

kv, Herdís frćnka

Hér er "smá" ítarefni sem síđast var uppfćrt fyrir ári síđan og birtist á ReykjavíkurAkademíunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér......  Ţú ert aldeilis ađ standa ţig vel í ţessum bransa Herdís. En vel gert Jón.... vonandi hittumst viđ á mótinu :-)

Adda

Adda (IP-tala skráđ) 9.6.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Guđrún Jónsdóttir

Jón var og er snillingur :)

Guđrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 09:26

3 identicon

Jón er greinilega ekki bara Jón  Snillingur !!

Imba (IP-tala skráđ) 14.6.2008 kl. 18:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband