9.6.2008 | 19:53
Bara Jón maður síðasta mánaðar
Ég fór í smá rannsóknarleiðangur á veraldarvefnum og fann þessa líka áætu heimasíðu um Reykjaskóla sem Pétur Jónsson bekkjarbróðir okkar Guðlaugar Bjarna frá skólaárinu 1982-1983 og tiltölulega nýfundinn frændi minn setti upp í tengslum við byggðasafnið að Reykjum um síðustu aldamót .......
Pétur minn það væri nú gaman að halda áfram með þessa síðu, kannski hægt að fá aðstoð frá manni síðasta mánaðar .
____________________________________________________
Á sínum tíma skipuðu héraðsskólarnir sem staðsettir voru um allt land mikilvægan hlekk í mennta- og menningarlífi landsins. Einn af þessum skólum var Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði eða Reykjaskóli eins hann var kallaður í daglegu tali. Í hugum flestra þeirra sem voru nemendur við skólann eða tóku á einhvern hátt þátt í starfi hans lifa ógleymanlegar minningar um atburði, samferðafólk og vináttubönd sem þau bundu í Reykjaskóla á sínum tíma.
Með uppsetningu þessarar heimasíðu um Reykjaskóla er gerð tilraun til að halda á lofti minningu skólans og vinna að því að hið merka menningarstarf skólans gleymist ekki heldur verði gerð tilhlýðileg skil í framtíðinni.
Maður síðasta mánaðar
Maður mánaðarins hefur enn þá ekki verið verið kosinn. En maður síðasta mánaðar var Bara-Jón eða Jón Jónsson frá Steinadal í Kollafirði. Drengurinn er fæddur þann 5. apríl 1968. Auk þess að vera drengur góður er Bara Jón valinn maður mánaðarins fyrir þann dug og djörfung að synda gegn öllum landsbyggðarstraumnum og flytja norður á Strandir með stóra fjölskyldu og framsækið fyrirtæki Jón kom að skólanum haustið 1981 og ekki er hægt að segja að staulinn hafi verið mikill fyrir mann að sjá við komuna að skólann. En það má reyndar telja honum til tekna að hafa verið ári yngri en flestir bekkjarfélagarnir.
Jón er útskrifaður þjóðfræðingur frá Háskóla Íslands, auk þess sem hann stundar mastersnám í sagnfræði í frístundum.
____________________________________________________
.......... og enn lifir Bara Jón (sem er líka frændi minn) óuppfærður á Reykjaskólavefnum.
En allt er þetta satt og rétt og hef ég fylgst með honum Jóni í gegnum árin og veit að hann hefur líka afrekað ýmislegt annað, enda sannur galdrakarl af Ströndum. Hann kláraði meistaranámið árið 2006 og er greinilegt að Strandaloftið fer vel í karlinn því hann er með langan afrekalista og er m.a. ritstjóri og ábyrgðarmaður hinnar vinsælu heimasíðu Strandir.is, heldur þessari úti um sig og sína og þessari um Ferðaþjónustuna sína að Kirkjubóli.
kv, Herdís frænka
Hér er "smá" ítarefni sem síðast var uppfært fyrir ári síðan og birtist á ReykjavíkurAkademíunni.
Flokkur: Lífið eftir Reykjaskóla | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna hér...... Þú ert aldeilis að standa þig vel í þessum bransa Herdís. En vel gert Jón.... vonandi hittumst við á mótinu :-)
Adda
Adda (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:39
Jón var og er snillingur :)
Guðrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 09:26
Jón er greinilega ekki bara Jón Snillingur !!
Imba (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.