Orðsending frá sérlegum aðstoðarmanni Hátíðarnefndar

Ef litið er á innlit á síðuna er ljóst að það er mikill spenningur fyrir mótinu (eðlilega!). Í gær komu alls 93 aðilar Smile... en kannski var þetta allt utanskólafólk því enginn kvittaði Whistling.

En að máli málanna. Gaman væri að fá minningarbrot send frá ykkur um veru ykkar í Reykjaskóla til að birta hér á síðunni. Ég las til  að mynda frábæran pistil frá Hrefnu Gissurar í morgun. Ég man vel eftir öllum þessum atvikum sem hún talaði um. Þær voru ROSALEGAR á Vesturvistinni, en við vorum ekki svona miklir villingar stelpurnar á Efstuvistinni he he... Ég er svo sammála því sem hún sagði um gamla fólkið, kennarana. Sveinn, Jónína, Lói og Hjördís og allir hinir gamlingjarnir... fólk sem var rétt rúmlega tvítugt á þessum tíma LoL.

Það sem er svo frábært við svona mót er að það gefur tækifæri til að ná aftur sambandi við fólk sem maður hefur ekki verið í tengslum við áratugum saman. Samnemendur og kennarar sem voru orðin eins og hluti af fjölskylda manns og ég man að ég grét úr mér augun alla leiðina á Blönduós eða kannski var það Varmahlíð þegar leiðir skildu um vorið. Það verður ekki lítið gaman að hitta alla Reykjaskólafjölskylduna aftur í ágúst.

kv, Herdís Sigurjóns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband