Núna er rétti tíminn til að skrá sig

Heil og sæl kæru félagar

Undirbúningur er á fullu og hitti sérstakur aðstoðarmaður Aðal einn fulltrúa Aðal (Daddý) á löngum um kaffihúsafundi í gær þar sem farið var í gegn um tugi mynda , minningarbækur og Reykjaskólaminningar. Trúið mér þið eigið eftir að liggja í kasti þegar ég kemst í það að skanna myndirnar inn og setja inn texta úr minningarbókunum hennar Daddýar LoL .... ein spurning. Þekkir einhver þetta:

"Hæ Daddý

Ég þakka sæmileg kynni hér í vetur og skemmtileg kynni í ..... bla bla t.d. þegar þú hræktir á höndina á mér (þvílík fýla) og öll bréfin sem við höfum skrifað um ..... ??? og alla þá lestíma sem við höfum rekið bekkjarfélaga okkar áfram, við að skúra salinn.

Jæja get ekki skrifað meira vegna þess að ég er að fara að gera líffræði verkefni Bæ Bæ...."

Hver er maðurinn???

Já nú getið þið farið að svitna yfir því að þið hafið skrifað eitthvað misjafnt í bækurnar góðu kæru félagar, því ég er rétt að byrja ..... hér eru til að mynda nokkur ljóð sem ég get ekki beðið með að birta Wink ..... en ég við þó taka það fram að ég tek við mútum.

En ég fékk meira þessu tengt því ég fékk í hendur Gullið hennar Höbbu. Myndaalbúm með frábærum Reykjaskólamyndum sem bíða birtingar W00t....

En þið munið að skrá ykkur NÚNA. Þetta snýst ekki bara um að fá gamla herbergið sitt því það er líka erfitt fyrir nefndina að plana innkaup og annað og fúlt ef einhverjir verða af ........ (það er enn leyndarmál hvað það er)  fyrir það eitt að skrá sig of seint....

reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í sjá nánar neðst.

þið munið líka að það er ekki í boði að mæta ekki í ágúst. Það eru nefnilega allir svo spenntir að hitta þig. Já þig!

 

Frá Hátíðarnefnd:

Þótt auglýst dagskrá hefjist á laugardeginum þá er öllum velkomið að mæta á föstudeginum 8. ágúst.

  • Gist er í tveggja manna herbergjum en við þurfum að koma með sængurföt.
  • Það er aðstaða fyrir fellihýsi og tjaldvagna.
  • Við höfum aðgang að sundlaug og íþróttasal.
  • Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.
  • Greiða þarf kostnað fyrirfram inn á reikning sem tilgreindur verður síðar.

Kostnaður pr. mann:

  1.  Gisting með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku =8.400 kr
  2.  Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka = 4.900 kr.
  3.  Gisting á tjaldstæði með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 6.300 kr.
  4.   Þeir sem eingöngu ætla að koma á kvöldvöku greiði 1.000 kr
  5.  Ef mætt er á föstudeginum  þá bætast 3.500 kr. við ofangreint verð (morgunverður á laugardegi innifalinn)

Ef einhver vill haga sínum málum á annan hátt þá getur viðkomandi haft samband við Ragnar Karl og fengið uppgefinn kostnað. Netfangið er ragnkarl@simnet.is

Að lokum má geta að það er öllum velkomið að mæta með maka á svæðið ef viðkomandi maki krefst þess og suðar stöðugt í nokkra mánuði EN það er samdóma álit nefndarinnar að maka muni hundleiðast.

Samkvæmt öruggri langtímaspá frá Sigga stormi má fastlega búast við brakandi blíðu þessa helgi með sól á himni og í hjarta og alveg makalausri helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég taldi mig vera búna að skrá mig (og Öddu).  Hef samt ekki fengið neinn Emil til baka ?

Á ég bara að vera alveg róleg yfir því?  Ekki ætla ég að missa af leyndarmálinu, hvað sem það nú er?

Guðrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég fékk ekki heldur Emil og var alveg slök og taldi þetta vera bara svona dæmigert bankastarfsmannasystem hjá honum Ragga Kalla ....  En bankasamskipti eru svona eins og einstreymisloki...nema þegar maður skuldar þeim. Því átti ég von á því að fá rukkun frá honum bráðlega .

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband