Hljómsveitakeppni í Reykjaskóla

Veturinn 1981-1982 var haldin ALVÖRU hljómsveitakeppni á Stóra-sviðinu í íþróttahúsinu og skemmti ég mér konunglega yfir myndunum sem teknar voru við það tækifæri. Ekki man ég til þess haldnar hafi verið margar æfingarnar a.m.k. ekki hjá minni hljómsveit, sem ég man ekki einu sinni hvað hét, en ég man að þetta var voða gaman. Ég man þó eftir Rokkskessunum sem ég held að hafi unnið þessa "háalvarlegu" hljómsveitakeppni og svo man ég líka eftir Rafmagnsdjöflinum sjálfum Sr Þorgrími og Ragga Kalla sem var á brókinni. Ótrúlegt að skoða þessa myndir og þá helst af honum Ragga Kalla því ég minnist þess ekki að hann hafi verið svona rosalega barnalegur LoL...

Hér eru myndirnar.

Hljómsveitastjórinn Raggi Kalli

Raggi Kalli, Krummi og Eiki

Imba, Anna, Herdís, Linda og Bessý

Júlli, Fenni og Bjarki

Steini, Þorgrímur (Rafmagnsdjöfullinn) og ?

Rokkskessurnar, Sigga, Elfa, Jófríður, Gunnhildur og Jóga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha ó þetta var skemmtilegt ! Lagið sem við spiluðum var frumsamið af Hippabandinu á c.a. 5 mín. minnir mig og innihélt 2-3 bassanótur híhíhí svo þurfti 2 á trommurnar. Alveg geggjað en ég man ekkert hvað okkar band hét

Já það var gaman þegar Raggi Kalli kom í skólann eftir áramótin '82 og gjörsamlega reif upp félagslífið með allskonar uppákomum, meðal annars þessari hljómsveitarkeppni.

Imba (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband