Hippabandið lifir - Ávallt ungur

Hér er eitt gott lag með okkar ástkæru skólahljómsveit  Hippabandinu.  

Fyrir þá sem eru farnir að gleyma og hina sem ekki voru þann vetur þá var hljómsveitin starfandi í Reykjaskóla veturinn 1981-1982 okkur og vonandi þeim sjálfum til mikillar skemmtunar. Sveitina skipuðu þeir Geir Karlsson gítar, Júlíus Ólafsson söngur, Eiríkur Einarsson gítar, Ragnar Karl Ingason bassi og Hrafn Valgarðsson trommur.

Hljómsveitin samdi og spilaði mikið af eigin tónlist eins og svo margar hljómsveitir á þessum árum og var sveitin dugleg að halda tónleika á Reykjaskóla og víðar.

Sumarið 1982 gerði Hippabandið út frá Hvammstanga en þá tók Skúli Þórðarson við trommukjuðunum af Hrafni. Spilaði sveitin á nokkrum eftirminnilegum dansleikum þá um sumarið en hætti störfum um haustið.

Lagið sem hér hljómar er frumsamið og heitir ,,Ávallt ungur" og er upptakan frá lokatónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í Félagsheimilinu á Hvammstanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALGJÖR SNILLD !!!!!

Imba (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já það þótti mér líka þegar ég heyrði lagið, bara eins og ég hefði heyrt það í gær, en ekki fyrir nærri þrjátíu árum síðan.

Það eru fleiri Reykjaskólasmellir væntanlegir á síðuna á næstu dögum ... bíðið bara

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:26

3 identicon

Sammála, þetta er mikið eyrnakonfekt sem eldist eins og gott vín. Hvað með kombakk hippana ? Viss um að strákarnir hafa engu gleymt. Hver vill ekki heyra gömlu smellina um hestinn sem hló og geðveikina ?

Kveðja, Bjarki

Bjarki Franzson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband