Barnlaus helgi – jibbý jei

Það skal tekið fram til þess að forðast allan misskiling að tjaldstæðið er lokað fyrir aðra en okkur helgina 8-10 ágúst.  Allir þeir sem dvelja á Reykjaskóla þessa helgi og eru makar fyrrverandi nemanda verða  að taka þátt í gleðinni og þurfa að vera skráðir.  Það skal einnig tekið skýrt fram að ekki er leyfilegt að koma með börn eða barnabörn.  


Enginn má vera á svæðinu nema að vera skráður til leiks!
Þetta þýðir að allir þeir sem eru á svæðinu, taka þátt í gleðinni og öðrum en þeim sem ekki eru skráðir til leiks er óheimilt að vera á staðnum.

Músík
Búið er að yfirfæra músíkin yfir á geisladiska, en einhver vændræði er að koma henni inn á netið þannig að allir geti hlustað. Einhverjir örðuleikar eru með höfunarréttindi, “múskík-fælarnir” eru læstir !
Þessa stundina er einhver tæknimaður að hakka sig í gengum kóðana, því ætti þetta allt að smella fljótlega.

Sameinast í bíl-  það er svo gaman
Ef ykkur vantar far eða hafið pláss í bíl, þá endilega skrifið í gestabókina, nafn og netfang, síma og svo frv.
Svo er líka spurning um að fara með Norðurleiðinni og stoppa á Staðarskála eins og forðum!


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá þabbarasonnah..  

Ég er með laust far frá Hvammstanga á laugardeginum  ekki að ræða það að ég taki Norðurleið í Staðarskála

Imba (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband