Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Lestímar

 Sæl öll! 

Þá hafa okkar ástkæru fyrrverandi kennarar fengið send bréf þar sem þeir eru boðnir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldunum næsta sumar. Þar segir m.a:

 Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að mæta á staðinn og taka þátt í gleðinni með okkur. Það skal tekið fram að engar kröfur verða gerðar til þín af okkar hálfu um að þú rifjir upp gamalt starf. Þú þarft því ekki að:

  • reyna að troða vitsmunum í hátíðargesti
  • hafa umsjón með lestíma
  • koma í veg fyrir samskipti kynjanna á vistum
  • koma fyrrverandi nemendum í háttinn á skikkanlegum tíma

…….  og svo mætti lengi telja.          

                                                   Nefndin


Nokkrir punktar.

Það er ánægjulegt hvað viðbrögð hafa verið góð við þeirri hugmynd okkar að hittast næsta sumar. Nú þegar vitum við um marga sem hafa tekið helgina frá og ætla að mæta á hátíðina og sumir vilja mæta strax á föstudeginum.

En hérna koma nokkrir punktar:

Þótt auglýst dagskrá hefjist á laugardeginum þá er öllum velkomið að mæta á föstudeginum 8. ágúst.

  • Gist er í tveggja manna herbergjum en við þurfum að koma með sængurföt.
  • Það er aðstaða fyrir fellihýsi og tjaldvagna.
  • Við höfum aðgang að sundlaug og íþróttasal.
  • Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.
  • Greiða þarf kostnað fyrirfram inn á reikning sem tilgreindur verður síðar.

Kostnaður pr. mann:

  1.  Gisting með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 8.400 kr
  2.  Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka =  4.900 kr.
  3.  Gisting á tjaldstæði með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 6.300 kr.
  4.   Þeir sem eingöngu ætla að koma á kvöldvöku greiði 1.000 kr
  5.  Ef mætt er á föstudeginum  þá bætast 3.500 kr. við ofangreint verð (morgunverður á laugardegi innifalinn)

Ef einhver vill haga sínum málum á annan hátt þá getur viðkomandi haft samband við Ragnar Karl og fengið uppgefinn kostnað. Netfangið er ragnkarl@simnet.is

Að lokum má geta að það er öllum velkomið að mæta með maka á svæðið ef viðkomandi maki krefst þess og suðar stöðugt í nokkra mánuði EN það er samdóma álit nefndarinnar að maka muni hundleiðast.

Samkvæmt öruggri langtímaspá frá Sigga stormi má fastlega búast við brakandi blíðu þessa helgi með sól á himni og í hjarta og alveg makalausri helgi.

 

                                                                                     Nefndin.

 

 

 


Við erum

Nemendur Reykjaskóla 1980-1982
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982

Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst 2008 verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband