7.7.2008 | 22:19
Ásgeir Jónsson tvíburabróðir Lólóar er fundinn
Já hann Ásgeir Jóns er fundinn og er ég mikið glöð yfir því og ekki síður yfir myndunum sem hann sendi. Ásgeir er Landfræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Landmótun. Ásgeir fór til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA 1985. Hann útskrifaðist sem landfræðingur frá HÍ 1990 og hóf þá störf hjá Landgræðslu ríkisins.
Sjáið bara karlinn, hann hefur sáralítið breyst frá því að þau Lóló léku tvíburafóstrin í Reykjaskóla um árið.
Þúsund þakkir fyrir myndirnar félagi .
Hér eru nokkrar myndir en restina af myndunum má sjá hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 23:45
36 dagar í Reykjaskólamótið og líf í gestabókinni
Jæja kæru félagar nú eru bara 36 dagar þangað til við hittumst í Reykjaskóla. Eftir nákvæmlega 5 vikur verðum við í gamla skólanum okkar, rétt búin með kvöldkaffið á leiðinni í háttinn .....
Ég hafði ekki litið í gestabókina í nokkurn tíma og svo þegar ég skoðaði hana áðan sá ég að eitthvað er að lifna yfir mannskapnum og meira að segja Ásgeir Jóns farinn að plana fótboltamót á laugardagsmorgninum..... ég er að hugsa um að láta öðrum það eftir, en ég mæti í sundið á eftir .
Nýr uppfærður mætingarlisti er væntanlegur eftir helgina og vona ég svo sannarlega að þá verði orðið veislufært. En gerið nú eins og hún Guðlaug Bjarna vinkona mín segir.... skráið ykkur!
Hér eru gestabókarfærslurnar.
Adios
Mæli með að menn og konur hafi með sér íþrótta fatnað og skó â" (var hann e.t.v. skyldubúnaður) því Kalli Eggerts sagðist tryggja að við kæmumst í fótbolta á laugardagsmorgun og síðan í sund og sauna. Ef mig misminnir ekki er nægilegt að ná saman fjórum til að ná í tvö fótboltalið þarna í íþróttahúsinu og ef vel er mætt má e.t.v. ná tveim blakliðum. Er annars einhver dagskrá fyrir laugardaginn ??? kv. Ásgeir
Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. júlí 2008
Skráum okkur
Hæ öll. Lít á það sem persónulega áskorun hve stuttur listinn er yfir skráningar. Kem. Hlakka til. Koma so og skrá sig. Guðlaug Bjarnadóttir
Guðlaug (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008
hghjmhj
ghkghkghk
khjk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008
hello everyone
er það samdóma allra að það eigi að mæta á reykjaskólamótið ( makalausir) vil bara hafa þetta á hreinu. Rétt skal vera rétt nema fyrir þá sem voru svo heppnir að ná sér í maka á Reykjum. Hvernig finnst þeim það ( a.k.p) á ég við það :-) kv. Habba
Habba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. júní 2008
Frábært.
Þetta verður bara gaman. Kveðja Edda
Esther Björk Tryggvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. júní 2008
Bara snilld
Kveðja Bergþór G. Böðvarsson
Bergþór Grétar Böðvarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. maí 2008
Bara gaman!
Við þurfum bara að muna eftir rsk bókunum þá gengur allt betur annars er bara gaman að kynnast aftur. Hlakka mikið til að hitta ykkur sem flest kv. Anna Linda Sigurgeirs
Anna Linda Sigurgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. maí 2008
Vonandi sjáumst við?
Langaði að skrifa smá,ekki víst að neinn muni eftir mér,en ég mæti alla vega með 2 Fresca. Er svo með tillögu að skemmtiatriði ?að láta suma máta, klósettgluggann á vesturvistin,hef nefnilega frétt af glugginn hafi minnkað? Hilsen úr hólminum. Habba netfang mitt er hrefnagiss@simnet.is
Hrefna Gissurardóttir , þri. 25. mars 2008
Flott framtak
Sæl öll, það verður áreiðanlega ekki svefnsamt í öllum Hrútafirðinum þessa helgi sem er bara hið besta mál...:) Flott frumkvæði hjá boðurum hátíðarinnar, kær kveðja, Ómar Már Jónsson - omarjons@sudavik.is
Ómar Már Jónsson, fim. 13. mars 2008
Mæli með því að sækja um einkarétt á RSK lógóinu
Það er alveg frábær tímsetning á kynningunni á mótinu í sumar.Það eru farin að berast ýmiskonar pappírar og meilar frá einhverjum þjófum sem hafa stolið RSK lógóinu http://gummimagg.blog.is/blog/gummimagg/
Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Húnavatnssýsla hér kem ég !!
það verður gaman að hitta Gumma Magg :) og alla hina á RSK í sumar.Frábært framtak hjá ykkur. okkur Jónasi hlakkar til að hitta ykkur.kv.Svava svavai@tmd.is
svava ingimundardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Loksins er ástæða að fara í Hrútafjörðinn
Við Jónína getum þakkað Tameltígrum því að við erum laus þessa helgi.En það stóð jafnvel að við kíktum á þá en þeir sprengdu upp hótelið og kjarkurinn hjá okkur er að hverfa með aldrinum.Teljum viðað það verði rólegra í Hrútafirðinum og hlökkum til að hitta þá sem muna eftir okkur,hinum verðum við bara að kynnast. Kær kveðja Gummi og Jónína gummim hjá mi.is
Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Halló RSK-ingar
Jiibbííí þetta verður eitthvað fjör maður. Einsgott að fara að panta gamla herbergið. Takk fyrir framtakið kæra nefnd. Kv Palli Fanndal. pallfanndal@simnet.is
Páll Fanndal (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Halló allir
Þetta er frábært framtak og löngu tímabært, bestu þakkir til ykkar í nefndinni Sjáumst Sallý sallyh66@gmail.com
Salóme Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
Hæææ!!
Loksins!...og takk til ykkar sem komu thessu i gang! Sjaumst!! kv. Lolo jorunn.egilsdottir@ups-scs.com
Jorunn Egilsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
blessuð og sæl
Frábært framtak - mæti einfaldur eða tvöfaldur nema eitthvað mikið komi upp á - netfang asgeir@landmotun.is og mork@emax.is kv Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
Sæl og blessuð öll !!
Dásamlegt framtak !! Netfangið mitt er imbbigg@gmail.com Sjáumst sem allra flest, kveðja, Ingibjörg R. Helgadóttir eða bara Imba :-)
Imba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008
Gamli kennarinn ykkar
joninaben@hotmail.com vildi óska þess að hún fengi að sjá ykkur öll saman komin.
Jónína Benediktsdóttir, fim. 28. feb. 2008
Reykjaskóli 2008
Heil og sæl kæru Reykjaskólasystkin Ég lýsi aftur yfir ánægju minni með framtakið og mótið í sumar. Netfangið mitt er hes15@hi.is Kveðja, Herdís Sigurjóns
Herdís Sigurjónsdóttir, fim. 28. feb. 2008
Hvetjum ykkur til að skrifa í gestabókina!
Skráið netföngin ykkar hér - hlökkum til að sjá ykkur og heyra frá ykkur
Frá hátíðarnefnd | Breytt 5.7.2008 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 23:58
Myndir að Westan með kveðju frá Ómari Má Jónssyni í Súðavík
Heil og sæl kæru félagar.
Ég fékk sendan hálfan annan helling af myndum frá félaga mínum Ómari nokkrum Má Jónssyni sveitarstjóra í Súðavík og vitið þið hvað! Hann er ekki eins gráhærður í dag og hann var í denn
Hér eru nokkrar góðar og restina má sjá hér.
Takk Ómar minn fyrir myndirnar. Við sjáumst hress og kát í ágúst, ef ekki fyrr.
Minningarbrot frá Reykjaskóla | Breytt 7.7.2008 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2008 | 00:01
Kennarar í Reykjaskólaliðinu
Ég er ekki enn búin að hafa uppi á Reykjaskólabókunum mínum, en hef að undanförnu farið í gegnum hópinn í huganum og gúgglað upp marga af Reykjaskólaliðinu og er ótrúlega gaman að sjá hvaða starf fólk hefur valið sér og hef ég m.a. fundið nokkra kennara ......
Þau sem ég hef fundið eru þau Guðlaug Bjarna, sem kennir í Langholtsskóla og Alda systir hennar sem er kennari í Lundarskóla á Akureyri, Didda Jóns sem kennir á Ísafirði og Ólöf Þórarins sem kennir á Laugarbakka en hún býr sko NB í Reykjaskóla, Daddý Leifs sem kennir í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og María systir hennar sem býr á Ólafsfirði. Svo sá ég að hann Krummi Valgarðs er kennari í Breiðholtsskóla, Jói Arnar í FB og Mummó á Akureyri, en það eru örugglega mun fleiri kennarar í þessum stóra hópi okkar.
Það væri nú líka gaman að vita hvort okkar ástsælu kennarar frá Reykjaskóla eru enn að kenna eða hvort þeir hafa gefist upp eftir Reykjaskóla .... Hún Jónína Ben lét okkur strax vita af sér og held ég að hún ætli að mæta á mótið, Kristinn Breiðfjörð kemst ekki eins og hann sagði í bréfinu í dag. Ég hef bara fundið eina enn, eða hana Hjördísi Gísla sem er hætt að kenna og orðin framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. En hvað varð um öll hin???
Skrifið endilega viðbótarupplýsingar í athugasemdir, ef þið vitið um fleiri kennara í hópnum eða vitið hvað varð um kennarana okkar.
Ég er ekki frá því að það hafi mátt sjá kennarasvip á þeim nokkrum strax í Reykjaskóla .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 17:07
Kveðja frá Kristni Breiðfjörð og Elísabetu
Sæl ágætu "gömlu"nemendur.
Bestu þakkir fyrir boðið á nemendamót nemenda 1980-1982. Gaman að skoða gömlu myndirnar og enn skemmtilegra að sjá myndir af ykkur í dag (allt of fáar á síðunni). Nú eru þið aðeins eldri en ég var þegar ég var að kenna ykkur eðli.-efna-og líffræði, já, og líklega stærðfræði. Reyndar var ég þá fluttur í Barnaskóla Staðarhrepps og titlaður skólastjóri með 8-10 nemendur.
Þetta voru frábær ár að Reykjaskóla með góðu fólki; kennurum og nemendum. Líklega rifjið þið upp góðar stundir, ekki hvað síst prakkarastrikin. Þau voru yfirleitt mjög saklaus og til þess gerð að hafa gaman af enda besta fólk og efnilegt - máttastólpar í dag.
Því miður verð ég upptekin á fundi erlendis á mótstímanum og missi því af gleðinni en bið að heilsa að Reykjum.
Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Kveðja Kristinn Breiðfjörð og Elísabet
Kveðjur | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 17:12
Hljómsveitakeppni í Reykjaskóla
Veturinn 1981-1982 var haldin ALVÖRU hljómsveitakeppni á Stóra-sviðinu í íþróttahúsinu og skemmti ég mér konunglega yfir myndunum sem teknar voru við það tækifæri. Ekki man ég til þess haldnar hafi verið margar æfingarnar a.m.k. ekki hjá minni hljómsveit, sem ég man ekki einu sinni hvað hét, en ég man að þetta var voða gaman. Ég man þó eftir Rokkskessunum sem ég held að hafi unnið þessa "háalvarlegu" hljómsveitakeppni og svo man ég líka eftir Rafmagnsdjöflinum sjálfum Sr Þorgrími og Ragga Kalla sem var á brókinni. Ótrúlegt að skoða þessa myndir og þá helst af honum Ragga Kalla því ég minnist þess ekki að hann hafi verið svona rosalega barnalegur ...
Hér eru myndirnar.
Minningarbrot frá Reykjaskóla | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 10:14
Núna er rétti tíminn til að skrá sig
Heil og sæl kæru félagar
Undirbúningur er á fullu og hitti sérstakur aðstoðarmaður Aðal einn fulltrúa Aðal (Daddý) á löngum um kaffihúsafundi í gær þar sem farið var í gegn um tugi mynda , minningarbækur og Reykjaskólaminningar. Trúið mér þið eigið eftir að liggja í kasti þegar ég kemst í það að skanna myndirnar inn og setja inn texta úr minningarbókunum hennar Daddýar .... ein spurning. Þekkir einhver þetta:
"Hæ Daddý
Ég þakka sæmileg kynni hér í vetur og skemmtileg kynni í ..... bla bla t.d. þegar þú hræktir á höndina á mér (þvílík fýla) og öll bréfin sem við höfum skrifað um ..... ??? og alla þá lestíma sem við höfum rekið bekkjarfélaga okkar áfram, við að skúra salinn.
Jæja get ekki skrifað meira vegna þess að ég er að fara að gera líffræði verkefni Bæ Bæ...."
Hver er maðurinn???
Já nú getið þið farið að svitna yfir því að þið hafið skrifað eitthvað misjafnt í bækurnar góðu kæru félagar, því ég er rétt að byrja ..... hér eru til að mynda nokkur ljóð sem ég get ekki beðið með að birta ..... en ég við þó taka það fram að ég tek við mútum.
En ég fékk meira þessu tengt því ég fékk í hendur Gullið hennar Höbbu. Myndaalbúm með frábærum Reykjaskólamyndum sem bíða birtingar ....
En þið munið að skrá ykkur NÚNA. Þetta snýst ekki bara um að fá gamla herbergið sitt því það er líka erfitt fyrir nefndina að plana innkaup og annað og fúlt ef einhverjir verða af ........ (það er enn leyndarmál hvað það er) fyrir það eitt að skrá sig of seint....
reykjaskoli@gmail.com. Fram þarf að koma hvenær þú ætlar að mæta og hvaða viðburðum þú ætlar að taka þátt í sjá nánar neðst.
þið munið líka að það er ekki í boði að mæta ekki í ágúst. Það eru nefnilega allir svo spenntir að hitta þig. Já þig!
Frá Hátíðarnefnd:
Þótt auglýst dagskrá hefjist á laugardeginum þá er öllum velkomið að mæta á föstudeginum 8. ágúst.
- Gist er í tveggja manna herbergjum en við þurfum að koma með sængurföt.
- Það er aðstaða fyrir fellihýsi og tjaldvagna.
- Við höfum aðgang að sundlaug og íþróttasal.
- Koma má með sitt eigið áfengi en eini staðurinn sem ekki má neyta þess er í matsalnum því þar er vínveitingaleyfi.
- Greiða þarf kostnað fyrirfram inn á reikning sem tilgreindur verður síðar.
Kostnaður pr. mann:
- Gisting með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku =8.400 kr.
- Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka = 4.900 kr.
- Gisting á tjaldstæði með morgunverði, hátíðarkvöldverði og kvöldvöku = 6.300 kr.
- Þeir sem eingöngu ætla að koma á kvöldvöku greiði 1.000 kr
- Ef mætt er á föstudeginum þá bætast 3.500 kr. við ofangreint verð (morgunverður á laugardegi innifalinn)
Ef einhver vill haga sínum málum á annan hátt þá getur viðkomandi haft samband við Ragnar Karl og fengið uppgefinn kostnað. Netfangið er ragnkarl@simnet.is
Að lokum má geta að það er öllum velkomið að mæta með maka á svæðið ef viðkomandi maki krefst þess og suðar stöðugt í nokkra mánuði EN það er samdóma álit nefndarinnar að maka muni hundleiðast.
Samkvæmt öruggri langtímaspá frá Sigga stormi má fastlega búast við brakandi blíðu þessa helgi með sól á himni og í hjarta og alveg makalausri helgi.
Frá hátíðarnefnd | Breytt 21.6.2008 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 21:56
Bekkjamyndir frá Reykjaskóla, veturinn 1980 - 1981
Heil og sæl kæru félagar. Hér koma myndirnar frá fyrra árinu 1980 til 1981.
8. bekkur
Efsta röð: Jón Gísli Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Lýður Hákonarson, Ómar
Jónsson, Hrefna Kristmundsdóttir, Ægir Páll Friðbertsson, Harpa
Halldórsdóttir, Þórður Víðir Jónsson, Laufey Þorgrímsdóttir, Jóhann
Böðvarsson, Garðar Sigurgeirsson, Guðbrandur Torfason, Eyþór Atli Scott,
Geir Karlsson, Svavar Sigurkarlsson, Guðmundur Gunnar Magnússon
Miðröð: Kristín Ólöf Þórarinsdóttir, Guðrún Gunnsteinsdóttir, Unnur Pálína
Guðmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Salóme Halldórsdóttir
Neðsta röð: Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún
Guðfinnsdóttir, Svanhildur Lýðsdóttir, Laufey Úlfarsdóttir, Unnur Þóra
Skúladóttir, Elínborg Þorsteinsdóttir, Þuríður Björgvinsdóttir
9. bekkur X
Efsta röð: Helga Jakobsdóttir, Lilja Jóelsdóttir, Axel Guðni Benediktsson,
Haraldur Snjólfsson, Valgeir Eyjólfsson, Ingi Hjörtur Bjarnason, Bjarnþór
Sigmarsson, Þorvaldur Haraldsson
Miðröð: Jóhanna Árnadóttir, Fríða Torfadóttir, Sigríður Berglind
Snæbjörnsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Guðríður Kristjánsdóttir, Jórunn Anna
Egilsdóttir
Neðsta röð: Sigrún Rut Ragnarsdóttir, Sigurður Rafn Levy, Bergþóra
Þórarinsdóttir, Skjöldur Sigurjónsson,
Guðmundur Magnússon, Alda Berglind Sverrisdóttir
9. bekkur Y
Efsta röð: Sveinbjörn Magnússon, Axel Sigurður Helgason, Sigurður G.
Pálsson, Guðjón Þór Kristjánsson, Vignir S. Maríasson, Helgi Annas Pálsson
Miðröð: Dagbjört Leifsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Jóhann Arnarson,
Magnús Scheving Eyjólfsson, Kristín Pétursdóttir, Hrafnhildur
Vilbertsdóttir,
Neðsta röð: Magðalena K. Jónsdóttir, Sigurdís Erna Guðjónsdóttir, Anna S.
Jónsdóttir, Þórhildur Jónsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Sigríður Halla
Lýðsdóttir,Auðbjörg Jóhannesdóttir
9. bekkur Z
Efsta röð: Halldóra Katrín Guðmundsdóttir, Elsa Hrönn Sveinsdóttir, Steinunn
Kristín Hákonardóttir, Hrönn Stefánsdóttir, Þorleifur Karl Eggertsson,
Sigurjón Kárason, Guðlaugur Agnar Ágústsson, Jónína Rakel Gísladóttir,
Sigurbjörn Á. Gestsson
Miðröð: Hjörtur L. Jóhannsson, Guðni Ásgeirsson, Guðmundur Pálmason, Jóh.
Sigurgeir Jónsson,
Neðsta röð: Kristín Harpa Þráinsdóttir, Bjarki Fransson,Guðlaug
Bjarnadóttir,Ruth Snædahl Gylfadóttir, Árný Skúladóttir
I. A.
Efsta röð: Haukur Blöndal Kjartansson, Kristján Ragnarsson, Ragnar Karl
Ingason, Eiríkur Einarsson, Jón Örn Þórðarson, Ragnar Pálmason, Erik
Pálsson,
Miðröð: Sæunn Sævarsdóttir, Valgerður Ingvadóttir, Gíslína Vilborg
Gunnsteinsdóttir, Guðrún Halla Benjamínsdóttir, Svava Ingimundardóttir,
Neðsta röð:Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Jófríður S. Kristinsdóttir, Ragna
Björk Georgsdóttir,Einar Vignir Sigurðsson
I.B.
Efsta röð: Pétur Sigurvaldason, Júlíus Ólafsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur
Engilbertsson, Daði Bragason, Sigurður Friðriksson, Pétur Jónsson, Rúnar
Guðmundsson, Hrafn Valgarðsson, Aðalsteinn Jakobsson,
Miðröð: Jódís Garðarsdóttir, Magnea Th.Magnúsdóttir, Þórdís Eiríksdóttir,
Elva J. Hreiðarsdóttir
Neðsta röð:Reynir Þórarinsson,Skúli Þórðarson
2. bekkur
Efsta röð: Ólöf M. Samúelsdóttir, Guðrún B. Magnúsdóttir, Selma
Svavarsdóttir, Lára Sigurðardóttir,
Miðröð: Jónas Mikael Pétursson, Þórður Stefánsson, Ásgrímur Guðmundsson,
Neðsta röð: Hulda Einarsdóttir, Erna B. Hreinsdóttir, Birna Vilhjálmsdóttir
Minningarbrot frá Reykjaskóla | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2008 | 15:30
Didda Jóns, minningarbrot um saklausu sveitastúlkurnar í Reykjaskóla
Undanfarnar vikur hefur hugurinn svo sannarlega oft reikað aftur til þessara ógleymanlegu ára sem maður átti á Reykjaskóla. Maður sér þessi ár í einhverskonar ævintýraljóma, en undirrituð var þar í heila þrjá vetur.
Einhvern veginn þá er fyrsti veturinn mér minnisstæðastur. Við vorum fimm stelpur sem komum úr Bæjarhreppnum, en það er sveitin hinum megin við Hrútafjörðinn. Hinar stelpurnar voru Ólöf, Þura, Ella og Unnur Þóra. Og hugsið ykkur viðbrigðin að koma úr pínulitlum sveitaskóla og í þessa flóru litríkra furðufugla allsstaðar að af landinu.
Við sveitastelpurnar vorum örugglega svolítið halló, allavegana vorum við það í samanburði við skvísurnar úr Súðavík þær Sallý og Hörpu sem klæddust ægilega fínum tískufötum og voru stríðsmálaðar svo ég tali nú ekki um frænkurnar Guðrúnu Gunnsteins og Unni Pálínu sem voru með skærbláan augnskugga alla daga. Við urðum frekar hvumsa við þegar við fréttum að þær tvær síðastnefndu væru í raun sveitastelpur eins og við, meira að segja ennþá meiri sveitastelpur því þær komu lengst norðan af ströndum frá mörkum hins byggilega heims, en Hrútafjörður þótti okkur náttúrulega nafli alheimsins.
Ekki má gleyma hinum Hrútfirðingunum úr þessum árgangi þ.e. þeim sem áttu heima Reykjaskólamegin en það voru Jói Bö, Steini Einars, Sigga Gróa og Gunna Jóns, sem reyndar var ári yngri en við en var svo klár í kollinum að hún var færð upp um bekk.
Þennan fyrsta vetur vorum við saman í herbergi ég, Ella, Þura og Unnur Þóra. Ég held við höfum átt það allar sammerkt að við vorum óskaplega feimnar og kjarklitlar og vorum frekar litlir bógar ef við áttum að fara að svara fyrir okkur. Stundum komu stóru strákarnir, svakalegir gæjar í heimsókn og þá flissuðuð við og roðnuðum! Eitt kvöldið komu nokkrir stórir í heimsókn en einn þeirra var hann Tóti stóri, þið munið eftir honum mjög stór og skapmikill og manni stóð mikill stuggur af honum. Hann sat á hækjum sér, var að skoða myndir eða eitthvað. Og hvað haldið þið að litla huglausa stúlkan hún ég hafi gert? Ég var búin að horfa á afturendann á honum Tóta góða stund, en buxnastrengurinn gapti frá bakinu á honum og sást aðeins glytta í skoruna. Ég læddi mér aftan að honum og lét gossa heilt vatnsglas niður um strenginn. Tóti rak upp skaðræðisöskur en kvikindið ég tók á rás og tókst að læsa mig inni á klósetti. Þar inni húkti ég svo í dágóðan tíma skjálfandi af hræðslu við hefndaraðgerðir Tóta stóra. Hvað kom mér til þess að framkvæma annað eins er mér algjörlega óskiljanlegt enn þann dag í dag.
Stundum kom líka ónefndur skólabróðir, í dag rúmlega landsfrægur og kenndur við álf nokkurn, stundum kom hann með kærustu með sér í heimsókn til okkar stelpnanna og héldu þau smá sýnikennslu í kossum og keliríi fyrir okkur sveitastelpurnar, þetta var mjög fræðandi og athyglisvert á allan hátt.
Jú, jú maður var kannski ekki algjör engill og þurfti stundum að sanna sig í augum hinna. Ég tók til dæmis þátt í tilrunum með "ólögleg vímuefni" á vesturvistinni og játast það hér og nú. Tilraunin fólst í því að setja bómullarhnoðra sem vættir höfðu verið með spritti á milli tánna. Kannast einhver við þetta? Síðan var bara beðið eftir áhrifunum, sem reyndar í okkar tilfelli létu á sér standa.
Vonandi var þetta ekki of langdregið hjá mér. Hlakka til að heyra fleiri sögur frá sem flestum.
Kveðja til ykkar allra,
Didda Jóns .
Minningarbrot frá Reykjaskóla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2008 | 20:36
Bekkjamyndir frá Reykjaskóla, veturinn 1981-1982
Jæja þá er komið að því ..... bekkjamyndir og nafnalisti frá Gunnu Jóns og ég get svarið það að ég held að við höfum bara ekkert breyst .... a.m.k. ekki við Lóló í 1. B.... ... ég er viss um að hann Bjarki bekkjarbróðir okkar hefur verið veikur þegar myndin var tekin, hann er eitthvað svo hræðilega yfirvegaður .....
Njótið elskurnar, fyrra árið kemur seinna.
8. bekkur
Efsta röð: Ási, Bergþór, Björn (Bibbi), Sigurjón, Einar Indriði, Jón
Jónsson, Fjölnir, Oddur, Jóhannes. Miðröð: Lýður, Brynjólfur (Binni), Ísak,
Rúnar, Ólöf Guðjóns, Fanney, Anna Skúla, Ósk.
Neðsta röð: Jói Pálma, Jóhanna Guðný, Brynja Georgs, Sigrún Gísla, Jóhanna,
Alda, Adda Klara
9. bekkur X
Efsta röð: Óli, Lýður, Jón Gísli, Rabbi, Arnar, Eggert, Gulli, Skúli.
Miðröð: Ólöf, Elínborg, Unnur, Sigga Gróa, Gunna, Þórunn.
Neðsta röð: Anna Kristín, Harpa, Imba, Guðríður.
Vantar: Tínu, Garðar
9. bekkur Y
Efsta röð: Árni, Geir Karls, Steini, Jói, Geir Sveins, Eyþór, Gunnar,
Guðbrandur.
Miðröð: Svanhildur, Laufey, Sallý, Rúna, Hrefna.
Neðsta röð: Hafdís (Hassa), Anna Linda, Þura, Nína.
Vantar: Ómar.
9. bekkur Z
Efsta röð: Steini, Óttar, Einar, Skúli, Arnar, Ægir, Óli.
Miðröð: Bjössi, Didda, Unnur, Gunna, Helga, Tóta Maja, Jón Þór.
Neðsta röð: Linda Björk, Gunna Dóra, Bessý, Habba
1. bekkur frh. A.
Efsta röð: Guðjón, Jónína, Guðni, Kalli, Börkur, Helgi.
Miðröð: (Guðmundur) Höður, Gunnar, Harpa, Sigrún, Esther, Anna, Baddi.
Neðsta röð: Gummi, Jóga, Jódís, Jói, Palli
1. bekkur frh. B.
Efsta röð: Kata, Helga, Lilja, Anna, Lóló, Herdís.
Miðröð: Þorgrímur, Jói Arnars, Ingi, Bjarki.
Neðsta röð: Sigga Snæ, Daddý, Guðlaug, Gunnhildur, Ruth
2. Bekkur frh.
Efsta röð: Böðvar, Erik, Ásgeir.
Miðröð: Sæunn, Elfa, Jófý, Guðrún (Búbba), Þórdís.
Neðsta röð: Mummó, Eiki, Raggi Kalli, Júlli, Krummi.
Vantar: Jónas
Minningarbrot frá Reykjaskóla | Breytt 16.6.2008 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)