Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
24.7.2008 | 14:31
Rafmagnsdjöfullinn
Hér fylgir hin rafmagnaði flutningur Rafmagnsdjöfulsins. En hann tók þátt í hljómsveitarkeppninni í Reykjaskóla veturinn 1981-1982 ..... og kom sá og sigraði .... hjörtu allra ungra Reykjaskólameyja. En ekki dugði það þó til að hrífa Helga Páls félaga hans, sjáið bara svipinn á honum á myndinni sem Bjarki tók.
Þetta verður örugglega endurtekið í ágúst, ekki satt
23.7.2008 | 15:55
Rokkskessurnar, þær einu og sönnu
Rokkskessurnar var kvennahljómsveit sem hafnaði í 3ja sæti í hljómsveitakeppni í Reykjaskóla 1982 með laginu "Við erum Rokkskessur". Hljómsveitina skipuðu þær Sigríður Snæbjörnsdóttir, Jófríður Kristinsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir (Jóga) og Elva Hreiðarsdóttir.
Þrátt fyrir margar áskoranir og gríðarlegar peningaupphæðir hafa Rokkskessur ekki fengist til þess að stíga á svið aftur.
En hver veit hvað gerist í ágúst .....
Tónlistarmyndbönd | Breytt 4.8.2008 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 14:18
Íslenskir víkingar í Reykjaskóla
Hver man ekki eftir "Íslenskum VÍKINGUM".... það var sko ekkert light í þá daga . Algjörlega meiriháttar að heyra þessar upptökur sem Skjöldur hafði sem betur fer geymt og afhenti Ragga Kalla fyrir skömmu síðan. Þetta er sko alvöru!
Njótið !!!
e.s. tek undir með Bjarka við færsluna hér á undan.... það væri nú gaman að heyra í Hippabandinu .. Koma svo strákar þið hafið engu gleymt
Tónlistarmyndbönd | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 19:14
Hippabandið lifir - Ávallt ungur
Fyrir þá sem eru farnir að gleyma og hina sem ekki voru þann vetur þá var hljómsveitin starfandi í Reykjaskóla veturinn 1981-1982 okkur og vonandi þeim sjálfum til mikillar skemmtunar. Sveitina skipuðu þeir Geir Karlsson gítar, Júlíus Ólafsson söngur, Eiríkur Einarsson gítar, Ragnar Karl Ingason bassi og Hrafn Valgarðsson trommur.
Hljómsveitin samdi og spilaði mikið af eigin tónlist eins og svo margar hljómsveitir á þessum árum og var sveitin dugleg að halda tónleika á Reykjaskóla og víðar.
Sumarið 1982 gerði Hippabandið út frá Hvammstanga en þá tók Skúli Þórðarson við trommukjuðunum af Hrafni. Spilaði sveitin á nokkrum eftirminnilegum dansleikum þá um sumarið en hætti störfum um haustið.
Lagið sem hér hljómar er frumsamið og heitir ,,Ávallt ungur" og er upptakan frá lokatónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Tónlistarmyndbönd | Breytt 22.7.2008 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 15:37
Barnlaus helgi – jibbý jei
Það skal tekið fram til þess að forðast allan misskiling að tjaldstæðið er lokað fyrir aðra en okkur helgina 8-10 ágúst. Allir þeir sem dvelja á Reykjaskóla þessa helgi og eru makar fyrrverandi nemanda verða að taka þátt í gleðinni og þurfa að vera skráðir. Það skal einnig tekið skýrt fram að ekki er leyfilegt að koma með börn eða barnabörn.
Enginn má vera á svæðinu nema að vera skráður til leiks!
Þetta þýðir að allir þeir sem eru á svæðinu, taka þátt í gleðinni og öðrum en þeim sem ekki eru skráðir til leiks er óheimilt að vera á staðnum.
Músík
Búið er að yfirfæra músíkin yfir á geisladiska, en einhver vændræði er að koma henni inn á netið þannig að allir geti hlustað. Einhverjir örðuleikar eru með höfunarréttindi, múskík-fælarnir eru læstir !
Þessa stundina er einhver tæknimaður að hakka sig í gengum kóðana, því ætti þetta allt að smella fljótlega.
Sameinast í bíl- það er svo gaman
Ef ykkur vantar far eða hafið pláss í bíl, þá endilega skrifið í gestabókina, nafn og netfang, síma og svo frv.
Svo er líka spurning um að fara með Norðurleiðinni og stoppa á Staðarskála eins og forðum!
18.7.2008 | 13:07
Gamlar kassettur
Sæl öll nær og fjær.
Í dag eru 3 vikur í Reykjaskólahátíðina og þeir sem eru ekki búnir að skrá sig en ætla að mæta eru hvattir til að gera bragabót á því.
Það er gaman að segja frá því að fyrrverandi nemendur koma víða að. Þannig kemur Lóló frá Noregi og Ruth frá Suður Afríku. Flott hjá ykkur stelpur
Á næstu dögum mun detta inn á síðuna tónlist sem tekin var upp á kassettur á sínum tíma og búið er að færa yfir á CD. Þar má nefna upptökur með Hippabandinu, Rokkskessum og fleiri góðum.
Hver veit nema að við dönsum eftir þessari músík þegar við hittumst eftir 3 vikur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 15:20
The more the merrier - Koma svo!
Í dag 10. júli bætti ég við fjórum nöfnum við listann hér fyrir neðan.
Þið sem þetta lesið, verið nú duglega að finna netföng hjá fyrrverandi sambýlingum, kærustum,vinum og skólasystkinum frá RSK. Sendið þeim línu og hvetjið til að kíkja á vefinn og okkar og skrá sig.
Hvernig er t.d með Reyni og Siggu úr Hrútafirði, Vallý og Ólöfu frá Barðaströnd, Grímsa, Rúna, Júlla,Alla og Helgu - Hvar eruð þið og allir hinir ?
Fylgist vel með síðunni okkar - við munum setja inn mjög spennandi óritskoðað efni í næstu viku. Paralistinn er því miður glataður !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.7.2008 | 22:19
Ásgeir Jónsson tvíburabróðir Lólóar er fundinn
Já hann Ásgeir Jóns er fundinn og er ég mikið glöð yfir því og ekki síður yfir myndunum sem hann sendi. Ásgeir er Landfræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Landmótun. Ásgeir fór til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA 1985. Hann útskrifaðist sem landfræðingur frá HÍ 1990 og hóf þá störf hjá Landgræðslu ríkisins.
Sjáið bara karlinn, hann hefur sáralítið breyst frá því að þau Lóló léku tvíburafóstrin í Reykjaskóla um árið.
Þúsund þakkir fyrir myndirnar félagi .
Hér eru nokkrar myndir en restina af myndunum má sjá hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 23:45
36 dagar í Reykjaskólamótið og líf í gestabókinni
Jæja kæru félagar nú eru bara 36 dagar þangað til við hittumst í Reykjaskóla. Eftir nákvæmlega 5 vikur verðum við í gamla skólanum okkar, rétt búin með kvöldkaffið á leiðinni í háttinn
.....
Ég hafði ekki litið í gestabókina í nokkurn tíma og svo þegar ég skoðaði hana áðan sá ég að eitthvað er að lifna yfir mannskapnum og meira að segja Ásgeir Jóns farinn að plana fótboltamót á laugardagsmorgninum..... ég er að hugsa um að láta öðrum það eftir, en ég mæti í sundið á eftir
.
Nýr uppfærður mætingarlisti er væntanlegur eftir helgina og vona ég svo sannarlega að þá verði orðið veislufært. En gerið nú eins og hún Guðlaug Bjarna vinkona mín segir.... skráið ykkur!
Hér eru gestabókarfærslurnar.
Adios
Mæli með að menn og konur hafi með sér íþrótta fatnað og skó â" (var hann e.t.v. skyldubúnaður) því Kalli Eggerts sagðist tryggja að við kæmumst í fótbolta á laugardagsmorgun og síðan í sund og sauna. Ef mig misminnir ekki er nægilegt að ná saman fjórum til að ná í tvö fótboltalið þarna í íþróttahúsinu og ef vel er mætt má e.t.v. ná tveim blakliðum. Er annars einhver dagskrá fyrir laugardaginn ??? kv. Ásgeir
Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. júlí 2008
Skráum okkur
Hæ öll. Lít á það sem persónulega áskorun hve stuttur listinn er yfir skráningar. Kem. Hlakka til. Koma so og skrá sig. Guðlaug Bjarnadóttir
Guðlaug (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008
hghjmhj
ghkghkghk
khjk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. júní 2008
hello everyone
er það samdóma allra að það eigi að mæta á reykjaskólamótið ( makalausir) vil bara hafa þetta á hreinu. Rétt skal vera rétt nema fyrir þá sem voru svo heppnir að ná sér í maka á Reykjum. Hvernig finnst þeim það ( a.k.p) á ég við það :-) kv. Habba
Habba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. júní 2008
Frábært.
Þetta verður bara gaman. Kveðja Edda
Esther Björk Tryggvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. júní 2008
Bara snilld
Kveðja Bergþór G. Böðvarsson
Bergþór Grétar Böðvarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 23. maí 2008
Bara gaman!
Við þurfum bara að muna eftir rsk bókunum þá gengur allt betur annars er bara gaman að kynnast aftur. Hlakka mikið til að hitta ykkur sem flest kv. Anna Linda Sigurgeirs
Anna Linda Sigurgeirsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. maí 2008

Vonandi sjáumst við?
Langaði að skrifa smá,ekki víst að neinn muni eftir mér,en ég mæti alla vega með 2 Fresca. Er svo með tillögu að skemmtiatriði ?að láta suma máta, klósettgluggann á vesturvistin,hef nefnilega frétt af glugginn hafi minnkað? Hilsen úr hólminum. Habba netfang mitt er hrefnagiss@simnet.is
Hrefna Gissurardóttir , þri. 25. mars 2008

Flott framtak
Sæl öll, það verður áreiðanlega ekki svefnsamt í öllum Hrútafirðinum þessa helgi sem er bara hið besta mál...:) Flott frumkvæði hjá boðurum hátíðarinnar, kær kveðja, Ómar Már Jónsson - omarjons@sudavik.is
Ómar Már Jónsson, fim. 13. mars 2008
Mæli með því að sækja um einkarétt á RSK lógóinu
Það er alveg frábær tímsetning á kynningunni á mótinu í sumar.Það eru farin að berast ýmiskonar pappírar og meilar frá einhverjum þjófum sem hafa stolið RSK lógóinu http://gummimagg.blog.is/blog/gummimagg/
Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. mars 2008
Húnavatnssýsla hér kem ég !!
það verður gaman að hitta Gumma Magg :) og alla hina á RSK í sumar.Frábært framtak hjá ykkur. okkur Jónasi hlakkar til að hitta ykkur.kv.Svava svavai@tmd.is
svava ingimundardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
Loksins er ástæða að fara í Hrútafjörðinn
Við Jónína getum þakkað Tameltígrum því að við erum laus þessa helgi.En það stóð jafnvel að við kíktum á þá en þeir sprengdu upp hótelið og kjarkurinn hjá okkur er að hverfa með aldrinum.Teljum viðað það verði rólegra í Hrútafirðinum og hlökkum til að hitta þá sem muna eftir okkur,hinum verðum við bara að kynnast. Kær kveðja Gummi og Jónína gummim hjá mi.is
Gummi Magg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
Halló RSK-ingar
Jiibbííí þetta verður eitthvað fjör maður. Einsgott að fara að panta gamla herbergið. Takk fyrir framtakið kæra nefnd. Kv Palli Fanndal. pallfanndal@simnet.is
Páll Fanndal (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Halló allir
Þetta er frábært framtak og löngu tímabært, bestu þakkir til ykkar í nefndinni Sjáumst Sallý sallyh66@gmail.com
Salóme Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
Hæææ!!
Loksins!...og takk til ykkar sem komu thessu i gang! Sjaumst!! kv. Lolo jorunn.egilsdottir@ups-scs.com
Jorunn Egilsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
blessuð og sæl
Frábært framtak - mæti einfaldur eða tvöfaldur nema eitthvað mikið komi upp á - netfang asgeir@landmotun.is og mork@emax.is kv Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 2. mars 2008
Sæl og blessuð öll !!
Dásamlegt framtak !! Netfangið mitt er imbbigg@gmail.com Sjáumst sem allra flest, kveðja, Ingibjörg R. Helgadóttir eða bara Imba :-)
Imba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008

Gamli kennarinn ykkar
joninaben@hotmail.com vildi óska þess að hún fengi að sjá ykkur öll saman komin.
Jónína Benediktsdóttir, fim. 28. feb. 2008

Reykjaskóli 2008
Heil og sæl kæru Reykjaskólasystkin Ég lýsi aftur yfir ánægju minni með framtakið og mótið í sumar. Netfangið mitt er hes15@hi.is Kveðja, Herdís Sigurjóns
Herdís Sigurjónsdóttir, fim. 28. feb. 2008

Hvetjum ykkur til að skrifa í gestabókina!
Skráið netföngin ykkar hér - hlökkum til að sjá ykkur og heyra frá ykkur
Frá hátíðarnefnd | Breytt 5.7.2008 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Alvarlegt slys: Suðurlandsvegi lokað
- Fjórir kettir horfið: Ekki í vafa um hvað gerðist
- Myndir: Komu að fjárhúsinu fullu af sjó
- Boða til blaðamannafundar
- Kynna aðgerðir sem varða um 65.000 manns
- Landsmenn hvattir til að búa sig undir neyðarástand
- Leitin ekki borið árangur
- Lagastoð vann 2.008 tíma fyrir SKE
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 179172
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar